Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 37 Skólalóð Umræður og orðaforði • Hvað sjáum við á skólalóðinni? • Hvaða leiktæki eru þar? Hvaða leiktæki eru á skólalóðinni okkar? • Hverjar eru reglurnar á skólalóðinni? • Hvað er hægt að gera í frímínútum? • Hvað langar mig að gera í frímínútunum? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skrifa um hvað hægt er að gera í frímínútunum (eftir fyrirmynd kennara (e.scaffolding)). • Teikna skólalóð með þeim leiktækjum sem nemendur langar að hafa aðgang að. • Skrifa stuttlega um það ef færni er fyrir hendi, annars skrifa orð og tengja við myndirnar. Leikir Fjalla um og fara í margskonar leiki á skólalóðinni. Vinaliðar kynntir ef skólinn er í því verkefni. Á leikjavefnum má finna margskonar leiki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=