Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 33 Í skólanum Umræður og orðaforði • Hvað sjáið þið á myndinni? • Hvað eru nemendurnir að gera í skólastofunni? ○ Hvaða hluti geymum við í pennaveski? • Gott er að fara yfir þau sagnorð sem tengjast skólastofunni: að ydda, skrifa, líma, klippa, hlusta, biðja um aðstoð, hjálpast að, vinna saman. • Tengja umræðuna við skóla nemenda: hvað heitir skólinn? Hvað heita kennararnir? Hvað eru margir í bekknum/hópnum? • Ræða mismunandi námsgreinar í skólanum og spyrja nemendur í hvaða námsgreinum þau séu. ○ Kennarinn getur varpað upp sjónrænni stundatöflu og farið yfir stundatöflu hópsins. Eldri nemendur geta glósað heitin á námsgreinum og þýtt yfir á sitt sterkasta tungumál. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók. Kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Veggspjald: nemendur ganga um skólann og taka myndir af ólíkum kennslustofum. • Nemendur geta einnig tekið myndir af starfsfólki skólans t.d. skólastjóra, húsverði, starfsfólki í eldhúsi, kennara, o.s.frv. Nemendur búa til veggspjald með myndunum og skrifa rétt heiti fyrir neðan myndirnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=