| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 32 Leikir • Smakk! bundið fyrir augun – hvað er ég að borða?! • Fara með nemendur í heimilisfræðistofuna þar sem nemendur fá að búa sér til ávaxtasalat. Nemendur segja svo bekkjarfélögum sínum hvaða ávexti þeir völdu í sitt salat. Einnig mætti nýta Gott og gagnlegt 1 vb bls. 12 og 13. Leiðbeiningar fyrir spilið: Það sem þarf: Tening, spilakarla eða tappa (t.d. af mjólkurfernum). Markmið spilsins: Að auka orðaforða. Mikilvægt er að tala um orðin í reitunum á meðan spilað er. Gott er að nefna hverja mynd meðan tappinn er færður. Spilareglur/hvernig á að spila: • Leikmenn setja tappana sína á byrjunarreit. Yngsti leikmaðurinn byrjar. • Leikmenn skiptast á að kasta teningnum og færa sinn tappa um eins marga reiti og teningurinn segir til um. • Leikmaður býr annaðhvort til setningu úr orðinu, sem er á reitnum sem hann lendir á, eða nefnir eitthvað tvennt sem einkennir myndina (t.d. súrt og gult). • Ef leikmaður lendir á reit með hindrun þarf að færa tappann til baka um einn reit. Ef leikmaður lendir á reit með ávaxtapartý eða hollustu má hann færa tappann fram um tvo eða þrjár reiti allt eftir því sem stendur á reitnum. • Sá leikmaður sem kemur fyrst á endareit sigrar. Góða skemmtun!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=