Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 31 Ávaxta- og grænmetisspil Umræður og orðaforði • Hver er uppáhalds ávöxturinn ykkar? Hvert er uppáhalds grænmetið ykkar? • Hvaða ávextir eru súrir eða sætir? • Hægt að tengja við litina og spyrja nemendur hvaða grænmeti/ávextir séu rauðir, grænir, appelsínugulir. • Hvaða grænmeti/ávextir eru ræktaðir á Íslandi? • Er eitthvað sem er ekki hægt að rækta á Íslandi? ○ Hvar væri helst að finna það í heiminum? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur búa til hugarkort með ávöxtum og grænmeti. • Nemendur fá myndir af ávöxtum og grænmeti og eiga að flokka myndirnar, til dæmis geta þau flokkað ávexti/grænmeti eftir lit eða í hvorn flokk það fer. • Kennarinn spyr nemendur hvaða ávöxtur/grænmeti sé í uppáhaldi og býr til súlurit með niðurstöðunum. • Fara í vettvangsferð með nemendur í næstu búð þar sem þau eiga að skrá hjá sér þá ávexti/grænmeti sem þau sjá. • Hægt að gera könnun eftir því hvaða ávexti nemendur eru með í nesti í eina viku og útbúa súlurit út frá fjölda ávaxta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=