Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 29 Tilfinningar spennt hissa þakklát glöð spenntur pirraður leiður áhyggjufullur kvíðinn stoltur sorgmædd reið sátt hrædd hugrökk fegin þreytt Umræður • Spyrja nemendur hvernig þeim líður og kenna þeim orð yfir tilfinningar. Gott væri að hafa sjónrænar stoðir með tilfinningum í stofunni sem nemendur geta stuðst við. • Ræða hvað er að gerast í myndasögunum og hvaða tilfinningar koma fram. Eru sömu tilfinningar hjá börnunum á efstu myndinni og þeirri neðstu á bls. 22 en þau eru bæði spennt, er einhver munur? • Hafið þið einhvern tíma orðið hrædd við hljóð eins og stelpan sem situr í rúminu? En sorgmædd? En glöð? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Kennari teiknar hring á töfluna og teiknar svo andlit inn í hringinn sem sýnir mismunandi tilfinningar. Nemendur eiga að giska á hvaða tilfinningu kennarinn er að teikna. Hægt er að útfæra þetta á margvíslegan hátt, nemendur vinna saman í pörum og skiptast á að teikna tilfinningar. • Nemendur gera sína eigin myndasögu með áherslu á tilfinningar og eiga að skrifa orð eða stuttar setningar við myndirnar. • Nemendur vinna bók þar sem helstu tilfinningarnar koma fyrir. Nemendur teikna myndir, skrifa orð og setningar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=