Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 28 Baðherbergi Umræður • Hvað sjáum við á myndinni? ○ Hvar er strákurinn? ○ Hvar situr pabbinn? • Hvað er kötturinn Kúri að gera á myndinni? • Benda á tannburstana og spyrja nemendur, t.d. hvað tannburstarnir eru margir, hvernig eru þeir á litinn? • Hver burstaði tennurnar í morgun? ○ Hvernig er tannburstinn ykkar á litinn? • Hvað er í bleika glasinu ofan á hillunni? Hver greiddi hárið sitt í morgun? • Benda nemendum á orðið bursti-, tannbursti og hárbursti. • Hvernig eru veggirnir á litinn? • Tengja umræðurnar við sagnirnar sem tengjast opnunni eins og að: pissa, kúka, bursta tennur, greiða hár, þvo sér, þurrka sér, heilsa, kveðja. Einnig er hægt að vekja athygli nemenda á notkun í og á. Fara í bað og á klósettið. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur fá mynd af baðherbergi og merkja inn á hana. • Nemendur fá myndirnar úr bókinni útprentaðar, búa til talblöðrur og semja stutt samtal á milli persónanna á myndunum. • Kennarinn leikur sagnorðin og nemendur segja hvað hann er að gera: bursta tennur, greiða sér, o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=