Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 26 Leikir • Kennari safnar saman hlutum sem leynast í barnaherbergjum. Kennarinn raðar öllum hlutunum á borð og fer yfir heiti þeirra með nemendum. Kennarinn fjarlægir síðan einn hlut og nemendur eiga að reyna að giska á hvaða hlut kennarinn fjarlægði. • Kennarinn er með myndir af hlutum úr barnaherberginu og lýsir þeim án þess að nefna þá. Nemendur reyna að giska hvaða leikfangi/hlut kennarinn er að lýsa. Þegar nemendur eru búnir að giska rétt sýnir kennarinn þeim myndina. Hér er líka hægt að hafa hlutina í poka og draga einn í einu án þess að nemendur sjái hvaða hlutur er dreginn hverju sinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=