| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 25 Herbergi Umræður og orðaforði • Hvað sjáum við í herberginu? Fara yfir heitin á húsgögnunum sem sjást á myndinni. • Beina athyglinni að kojunni og spyrja nemendur hvort að þau viti hvað svona rúm heitir? ○ Er einhver í nemendahópnum sem á svona rúm? Í framhaldinu er hægt að spyrja nemendur hvort þau myndu vilja sofa uppi eða niðri, hvernig kemst maður upp í efri kojuna? • Hvaða leikföng eru á myndinni? ○ Hvaða leikföng eigið þið? • Hvað eru krakkarnir að gera á myndinni? • Stelpan á myndinni er berfætt, hún er bara í einum sokk – getið þið fundið hinn sokkinn hennar? • Hvað hangir úr loftinu? Hvað er ofan á kommóðunni? Sjáið þið bikarinn sem er ofan á hillunni? Hvað er ofan í kommóðunni og inni í skápnum? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur vinna verkefni þar sem þau teikna mynd af uppáhalds leikfanginu sínu og skrifa nokkur orð/setningar til að lýsa því. • Nemendur kynna uppáhalds leikfangið sitt og lýsa því.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=