Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 23 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur búa til orðabingó með orðum yfir þau húsgögn sem eru í stofunni. Hér fer það eftir færni nemenda hvernig kennarinn útfærir verkefnið. Nemendur geta t.d. fengið bingóblað með myndum af húsgögnum og skrifað heiti húsgagnanna fyrir neðan myndirnar. • Nemendur fá myndina úr bókinni útprentaða og eiga að skrifa niður það sem þau sjá á myndinni. Hér fer það eftir getu nemenda hvort að þau skrifa stök orð eða heilar setningar. • Hægt er að búa til slönguspil með myndum af húsgögnum. Nemendur segja heitið á húsgagninu sem þau lenda á upphátt, þá er hægt að bæta við litnum á húsgagninu næst þegar spilið er spilað. B I N G Ó

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=