Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 21 • Sýna nemendum hvernig hægt er að útbúa litla miða og merkja hluti í rýminu. Nemendur fara heim og merkja hluti í eldhúsinu. Nemendur geta tekið mynd og sýnt kennaranum. • Fara í heimilisfræðistofuna og baka. Fara eftir myndrænni uppskrift. Hér er að finna uppskriftir: ○ Uppskriftir á unglingastigi ○ Heimilisfræði 1. • Teikna disk á þykkan pappír, skreyta diskinn og klippa hann út. Einnig má nota stóran pappadisk. Nemendur teikna uppáhalds matinn sinn, klippa út og líma á diskinn eða skrifa um hann. Leikir • Minnisleikir með myndum af mat. • Nemandi dregur mynd (t.d. af epli) og segir: ég fór í búð og keypti epli, næsti dregur aðra mynd (t.d. af brauði) og segir: ég fór í búð og keypti epli og brauð … og svo koll af kolli. Tónlist Horfa á Dýrin í Hálsaskógi og hlusta á piparkökusönginn. Ítarefni Matreiðsluþættirnir Matargat í Stundinni okkar á ruv.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=