Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 20 Eldhús Umræður og orðaforði • Tala um hvað fólkið á myndinni er að gera. • Hvað sjáum við á myndinni? • Er eitthvað á myndinni sem þú hefur aldrei séð? • Nota PWIM aðferð til að draga fram orðin á myndinni. • Ræða orðið uppáhalds í tengslum við mat. • Umræður út frá stökum myndum af húsgögnum eða heimilistækjum. Nemendur eru spurðir í hvaða herbergi húsgagn eða tæki á heima. • Hvað er í ísskápnum? Hvað geymum við í ísskáp? • Vinna með sagnorð og leika orðin s.s. baka, elda, sitja, vaska upp. Nota látbragð og setja orð á athafnir. • Umræða tengd flokkun á heimilissorpi. • Umræða tengd vinnu í heimilisfræðistofu: áhöld, hráefni, sagnorð og lýsingarorð (heitt, kalt, þykkt, þunnt). Vinna með mynd og orð. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Kennarinn velur lykilorð t.d. orðið vél og nemendur finna öll orðin þar sem vél er hluti af orðinu. Hér má vinna með Frayer.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=