Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 18 Heimilið Umræður og orðaforði Hér er gott að skoða hvernig mismunandi hús líta út. Hvað tilheyrir húsinu á myndinni: kjallari, 1. hæð, 2. hæð, ris og bílskúr. Hvað tilheyrir hverju herbergi. • Eru til annars konar hús en á myndinni? • Fara í göngutúr um nærumhverfið og skoða mismunandi hús. • Hvað er fólkið á myndunum að gera? (sópa, ryksuga, hengja upp þvott, fara út með ruslið, o.s.frv.) • Hvaða heimilisstörf vinnur þú heima hjá þér? • Hefur þú átt gæludýr? • Hver hugsar um dýrið? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Lykilorð: Nota Frayer-líkanið til að skilgreina orðin og búa til setningar um þau. • Samsett orð: vinna með orðin, taka í sundur og setja saman t.d. þvottavél, þvottasnúrur, fuglabúr, bílskúr, ruslatunna, dyrabjalla. Eldhúsborð, eldhússkápur eða allar vélarnar á heimilinu. • Nemendur teikna mynd af herbergi á eigin heimili eða draumaherberginu sínu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=