| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 16 Útiföt Umræður og orðaforði Tengja umræður við veður dagsins og hvernig nemendur komu klæddir í skólann. Sjá kafla 2 um föt. • Hvernig er veðrið í dag? • Hvernig klæddum við okkur í morgun? • Hefðum við átt að klæða okkur öðruvísi? • Hvernig var veðrið í gær? • Var veðrið eins og það er í dag? • Hvernig vorum við klædd í gær? • Vorum við í sömu útifötum í gær? Kennarinn getur leyft nemendum að fletta upp hvernig veðrið er í öðrum löndum og ræða hvernig þau væru klædd ef þau væru að fara í skólann þar. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur teikna mynd af sér í sínum útifötum og skrifa heitin við. • Nemendur sem eru lengra komnir skrifa málsgreinar þar sem þau lýsa útifötum sínum. Hvetjum nemendur til að nota fjölbreytt orð yfir liti og áferð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=