Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 15 eftir fyrirmælum kennarans t.d. ég klippti út gula peysu, þetta er gul peysa, ég fann gula peysu. • Nemendur búa til hugarkort þar sem þau geta meðal annars flokkað fötin. • Nemendur útbúa dúkkulísur og klippa út föt á þær. Gaman væri að vera með afgangsefni til að búa til fötin á dúkkulísurnar. Hægt er að vinna áfram með verkefnið í ritun þannig að nemendur skrifi setningar eða orð til að sem lýsa þeim. Nemendur geta gefið dúkkulísunni nafn, búið til heimilisfang, ákveðið aldur, o.s.frv. Þessa vinnu má einnig vinna á stafrænu formi og gera þá jafnframt hreyfimyndir. • Verkefnið hentar vel til þess að vinna með lýsingarorð og beygingu þeirra, t.d. hún er í bleikri peysu og svörtum buxum. Sjá t.d. í bókinni Finnbjörgu. Leikir • Það er hægt að skoða búningasafn hjá skólanum. Nemendur geta farið í búningaleik t.d. þar sem fatapoki er látinn ganga undir tónlist og þegar tónlistin hættir á sá sem heldur á pokanum að draga flík úr honum, segja hvað hún heitir og klæða sig í hana. Ef nemendur hafa þekkingu til má bæta við lit, áferð og eiginleikum efnis. • Í lok skóladagsins er hægt að hleypa nemendum út eftir því hvernig þau eru klædd. T.d. getur kennarinn boðið þeim nemendum sem eru með vasa á buxunum sínum að fara fyrst eða þeim sem eru í hettupeysu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=