Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 14 Föt Umræður og orðaforði Kennarinn varpar myndinni upp og spyr nemendur hvað þau sjái á myndinni og leggur áherslu á orðin yfir fatnað. • Kennarinn safnar saman í skjóðu tölum, rennilás, reimum og öðru tengdu fatnaði. Ræðir og leyfir nemendum að prófa og tengir við sagnirnar að reima, að renna, að smella, að hneppa. • Kennarinn er með myndir af fatnaði og nemendur eiga að flokka myndirnar í undirflokka t.d. útiföt, inniföt, spariföt og íþróttaföt. Nemendur taka svo myndirnar og ræða hvað er í hverjum flokki. • Tala um úti- og inniföt, íþróttaföt. • Um skólabúninga, spariföt, þjóðbúninga frá ýmsum löndum. • Tengja liti og áferð við fatnað svo sem þykkt, þunnt, mjúkt, gróft, slétt, o.s.frv. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Veggspjald: Kennarinn tekur saman tímarit og dagblöð með auglýsingum og nemendur klippa út föt. Kennarinn útbýr fyrirmæli s.s. klipptu út mynd af peysu. Myndin er síðan límd á veggspjald og undir skrifa þau heiti fatnaðarins og herma eftir og skrifa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=