Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 13 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Kennarinn getur prentað út litlu myndirnar og nemendur líma þær í orðabókina sína og skrifa heitin undir. • Nemendur teikna sjálfsmynd og eiga að skrifa einfaldar setningar fyrir neðan myndina sem lýsir þeim. T.d. ég er með svart hár, ég er dökkhærð/ur/t. • Teikna líkamann, til dæmis útlínur á stórt blað og skrifa líkamsheitin, nemendur vinna saman í hópum. • Nemendur skrifa heiti andlitshluta á litla miða og festa á réttan stað á andliti sínu eða samnemanda. • Nemendur búa til samstæðuspil þar sem þau skrifa heitin á líkams- og andlitshlutum á litla miða á íslensku og á sínu sterkasta tungumáli. Nemendur para svo saman miðana. Leikir • Skrímslaleikur, nemendur teikna skrímsli tvö og tvö saman. Annar lýsir og hinn teiknar. Nemendur snúa bökum saman eða hafa skilrúm á milli sín. Sá sem lýsir teiknar skrímsli jafnóðum og hann lýsir því. Hinn nemandinn teiknar eftir lýsingunni. Að lokum bera þau saman myndirnar. • Vasaljósið: Handbók með Orðasjóð bls.12 Tónlist Þumalfingur, þumalfingur hvar ert þú? Ég er furðuverk. Höfuð herðar hné og tær: nemendur syngja lagið og gera hreyfingar með. Einnig er hægt að spila lagið á fleiri tungumálum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=