| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 12 Líkaminn Umræður og orðaforði Skoðið myndina með nemendum. Kennarinn varpar síðunni um líkamann upp á skjá og fer yfir heiti á líkamshlutum. Gott er að tengja umræðuna við sagnorð sem tákna hreyfingar líkamans t.d. að tyggja, að blikka, að hoppa, að geispa, að sparka, að skrifa, að lesa, að horfa. Hugmyndir að vinnu með opnuna: • Kennarinn teiknar andlit á töfluna og byrjar á því að fara yfir andlitshluta. ○ Tala um munninn, varir, tennur, tungu og kinn. • Gott er að spyrja nemendur spurninga eins og hvernig eru augun þín á litinn? Hvernig er hár þitt á litinn, ljóst, dökkt, brúnt, rautt? • Tala um nef og lykt, útskýra hugtökin góð lykt/vond lykt. Nota má myndir sem gefa í skyn mismunandi lykt, t.d. af blómum, kaffi, sundlaug, umferðargötu. • Hvað erum við með marga fingur? Nota tækifærið og telja upp að tíu. • Tala um hæð, hægt er að láta nemendur raða sér í stærðarröð. • Einföld lýsingarorð eins og stór/lítill, langur/stuttur, litir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=