Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 11 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Hugarkort, teiknimyndasaga eða dagbók þar sem farið er yfir athafnir morgunsins. Nemendur útbúa teiknimyndaramma eða fá tilbúinn frá kennara og segja sögur af athöfnum morgunsins á sínu heimili. • Púslum setningar. Hér er hugmynd að því hvernig hægt er að vinna með frásögn. Það má útbúa frásögn um verkefni nemenda á morgnana eða á kvöldin. Þar er búið að búa til púsl bæði með texta en einnig er þar að finna óútfyllta frásögn sem nemendur geta fyllt inn í. Sjá hér. (fraedsluskot.wixsite.com). • Að læra að skipuleggja frásögn og segja frá atburðum dagsins. Hér má finna dæmi. • Hugarkort um ketti – heiti karldýrs/kvendýrs/afkvæmis, heiti líkamshluta, fæða, o.s.frv. Sjá t.d. hér. • Sögukubbar (e. story cubes) sem útfæra má á mismunandi hátt eftir aldri og færni með myndum úr bókinni. • Nemendur geta búið til kisur úr margs konar efniviði, ýmist samvinnu- eða einstaklingsverkefni. Sjá t.d. hér. Leikir Kennarinn útbýr miða með orðum. Nemendur draga orð og teikna mynd og setja orð fyrir neðan. Einnig er hægt að útfæra leikinn og draga orð og leika það. Samnemendur reyna að geta og segja hvað orðið er.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=