Orð eru ævintýri - hugmyndabanki fyrir grunnskóla - íslenska sem annað tungumál

Hugmyndabanki fyrir grunnskóla – íslenska sem annað tungumál

Hugmyndabanki fyrir grunnskóla ISBN 978-9979-0-2934-2 © 2023 Dröfn Rafnsdóttir, Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir, Sigrún J. Baldursdóttir Miðju máls og læsis og Aðalbjörg Sigurðardóttir Austurbæjarskóla © 2023 Teikningar: Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Ritstjórn: Elín Lilja Jónasdóttir, Sigríður Wöhler og Þorbjörg Halldórsdóttir Yfirlestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Umbrot og hönnun: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 3 Íslenska sem annað tungumál . . . 6 KötturinnKúri . . . . . . . . . . 7 Aðskoðaorð. . . . . . . . . .7 Lykilorð............ 7 Hljóðkerfisvitund . . . . . . . . 7 Sögugerð/endursögn . . . . . . . 8 Ritun . . . . . . . . . . . . .8 Skrift............. 8 Tónlist . . . . . . . . . . . . 8 Leikræn tjáning . . . . . . . . . 9 Örsögur . . . . . . . . . . . .9 Góðan daginn . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Umræður og orðaforði . . . . . . 10 Ritun og sköpun . . . . . . . . .11 Leikir . . . . . . . . . . . . .11 Líkaminn...................... 12 Umræður og orðaforði . . . . . . 12 Ritunogsköpun. . . . . . . . 13 Leikir . . . . . . . . . . . . 13 Tónlist . . . . . . . . . . . .13 Föt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Umræður og orðaforði . . . . . . 14 Ritunogsköpun. . . . . . . . 14 Leikir . . . . . . . . . . . . 15 Útiföt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Umræður og orðaforði . . . . . . 16 Ritunogsköpun. . . . . . . . 16 Leikir . . . . . . . . . . . . 17 Heimilið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Umræður og orðaforði . . . . . . 18 Ritunogsköpun. . . . . . . . 18 Leikir . . . . . . . . . . . . 19 Eldhús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Umræður og orðaforði . . . . . . 20 Ritunogsköpun. . . . . . . . 20 Leikir . . . . . . . . . . . . 21 Tónlist . . . . . . . . . . . .21 Ítarefni . . . . . . . . . . . .21 Stofa/herbergi . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Umræður og orðaforði . . . . . . 22 Ritunogsköpun. . . . . . . . 23 Herbergi 25 Umræður og orðaforði . . . . . . 25 Ritunogsköpun. . . . . . . . 25 Leikir . . . . . . . . . . . . 26 Forstofa/baðherbergi . . . . . . . . . . . 27 Umræður . . . . . . . . . . .27 Baðherbergi . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Umræður . . . . . . . . . . .28 Ritunogsköpun. . . . . . . . 28 Tilfinningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Umræður . . . . . . . . . . .29 Ritunogsköpun. . . . . . . . 29 Leikir . . . . . . . . . . . . 30 Ávaxta- og grænmetisspil . . . . . . 31 Umræður og orðaforði . . . . . . 31 Ritunogsköpun. . . . . . . . 31 Leikir . . . . . . . . . . . . 32 Leiðbeiningar fyrir spilið: . . . . . 32 Í skólanum 33 Umræður og orðaforði . . . . . . 33 Ritunogsköpun. . . . . . . . 33 Leikir . . . . . . . . . . . . 34 Listasmiðja 35 Umræður og orðaforði . . . . . . 35 Ritunogsköpun. . . . . . . . 35 Lærum og leikum . . . . . . . . . . . . . . 36 Umræður og orðaforði . . . . . . 36 Ritunogsköpun. . . . . . . . 36 Leikir . . . . . . . . . . . . 36 Skólalóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Umræður og orðaforði . . . . . . 37 Ritunogsköpun. . . . . . . . 37 Leikir . . . . . . . . . . . . 37 Í búðinni 38 Umræður og orðaforði . . . . . . 38 Ritunogsköpun. . . . . . . . 38 Leikir . . . . . . . . . . . . 38

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 4 Afmæli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Umræður og orðaforði . . . . . . 39 Ritunogsköpun. . . . . . . . 39 Leikir . . . . . . . . . . . . 39 Form – litir – tölur . . . . . . . . . . . . . . 40 Umræður og orðaforði . . . . . . 40 Ritunogsköpun. . . . . . . . 40 Leikir . . . . . . . . . . . . 41 Hátíðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Umræður og orðaforði . . . . . . 42 Ritunogsköpun. . . . . . . . 42 Leikir . . . . . . . . . . . . 43 Tónlist . . . . . . . . . . . .43 Ítarefni . . . . . . . . . . . .43 Ævintýri og hrekkjavaka . . . . . . . . 44 Umræður og orðaforði . . . . . . 44 Ritunogsköpun. . . . . . . . 44 Leikir . . . . . . . . . . . . 44 Jól, áramót, þrettándinn . . . . . . . . 45 Umræður og orðaforði . . . . . . 45 Ritunogsköpun. . . . . . . . 45 Leikir . . . . . . . . . . . . 46 Tónlist . . . . . . . . . . . .46 Ítarefni . . . . . . . . . . . .46 Farartæki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 Umræður og orðaforði . . . . . . 47 Ritunogsköpun. . . . . . . . 47 Leikir . . . . . . . . . . . . 47 Ítarefni . . . . . . . . . . . .47 Í sveitinni 48 Umræður og orðaforði . . . . . . 48 Ritunogsköpun. . . . . . . . 48 Leikir . . . . . . . . . . . . 49 Tónlist . . . . . . . . . . . .49 Ítarefni . . . . . . . . . . . .49 Hjá lækni og tannlækni . . . . . . . . 50 Umræður og orðaforði . . . . . . 50 Ritunogsköpun. . . . . . . . 51 Leikir . . . . . . . . . . . . 51 Ítarefni . . . . . . . . . . . .51 Í sundi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Umræður og orðaforði . . . . . . 52 Ritunogsköpun. . . . . . . . 53 Ítarefni . . . . . . . . . . . .53 Fjaran og höfnin . . . . . . . . . . . . . . . 54 Umræður og orðaforði . . . . . . 54 Ritunogsköpun. . . . . . . . 55 Ítarefni . . . . . . . . . . . .55 Hafið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Umræður og orðaforði . . . . . . 56 Ritunogsköpun. . . . . . . . 56 Leikir . . . . . . . . . . . . 57 Ítarefni . . . . . . . . . . . .57 Úti í móa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Umræður og orðaforði . . . . . . 58 Ritunogsköpun. . . . . . . . 58 Söngur . . . . . . . . . . . . 59 Ítarefni . . . . . . . . . . . .59 Ferðalag 60 Umræður og orðaforði . . . . . . 60 Ritunogsköpun. . . . . . . . 60 Leikir . . . . . . . . . . . . 61 Ítarefni . . . . . . . . . . . .61 Hálendið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Umræður og orðaforði . . . . . . 62 Ritunogsköpun. . . . . . . . 62 Tónlist . . . . . . . . . . . .62 Ítarefni . . . . . . . . . . . .63 Í borginni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Umræður og orðaforði . . . . . . 64 Ritunogsköpun. . . . . . . . 64 Leikir . . . . . . . . . . . . 65 Í bænum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 Umræður og orðaforði . . . . . . 66 Ritunogsköpun. . . . . . . . 66 Leikir . . . . . . . . . . . . 67 Ítarefni . . . . . . . . . . . .67 Almenningsgarður . . . . . . . . . . . . . 68 Umræður og orðaforði . . . . . . 68 Ritunogsköpun. . . . . . . . 68

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 5 Leikir . . . . . . . . . . . . 69 Ítarefni . . . . . . . . . . . .69 Gerum og græjum . . . . . . . . . . . . . . 70 Umræður og orðaforði . . . . . . 70 Ritunogsköpun. . . . . . . . 70 Leikir . . . . . . . . . . . . 70 Íþróttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 Umræður og orðaforði . . . . . . 71 Ritunogsköpun. . . . . . . . 71 Leikir . . . . . . . . . . . . 72 Andheiti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73 Umræður og orðaforði . . . . . . 73 Ritunogsköpun. . . . . . . . 73 Leikir . . . . . . . . . . . . 73 Tónlist . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Umræður og orðaforði . . . . . . 74 Ritunogsköpun. . . . . . . . 74 Leikir . . . . . . . . . . . . 74 Tónlist . . . . . . . . . . . .75 Ítarefni . . . . . . . . . . . .75 Erlend dýr . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Umræður og orðaforði . . . . . . 76 Ritunogsköpun. . . . . . . . 76 Leikir . . . . . . . . . . . . 77 Ítarefni . . . . . . . . . . . .77 Samstæðuspil 78 Leiðbeiningar með samstæðuspili . 78 Hvar er Kúri? . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Umræður og orðaforði . . . . . . 80 Ritunogsköpun. . . . . . . . 81 Leikir . . . . . . . . . . . . 81 Árstíðir og veður . . . . . . . . . . . . . . . 82 Umræður og orðaforði . . . . . . 82 Ritunogsköpun. . . . . . . . 82 Leikir . . . . . . . . . . . . 83 Tónlist . . . . . . . . . . . .83 Ítarefni . . . . . . . . . . . .83 Góða nótt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 Umræður og orðaforði . . . . . . 84 Ritunogsköpun. . . . . . . . 85 Tónlist . . . . . . . . . . . .85 Örsögur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 6 Íslenska sem annað tungumál Hugmyndabankinn er samvinnuverkefni Austurbæjarskóla og Miðju máls og læsis. Menntamálastofnun sá um ritstjórn og umbrot. Markmið bókarinnar og hugmyndabanka fyrir kennslu í íslensku sem öðru tungumáli er að: • efla orðaforða fjöltyngdra barna á grunnskólaaldri • efla íslensku og stuðla að virku tvítyngi hjá fjöltyngdum börnum • gefa foreldrum og uppalendum verkfæri til þess að styðja við tungumálanám barna sinna á íslensku og heimamáli/heimamálum Bókin er ekki kennslubók í eiginlegum skilningi heldur myndaorðabók fyrir börn sem hægt er að nýta í kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Hugmyndabankinn er hugsaður sem hvatning fyrir kennara og foreldra til að vinna með bókina og tungumálið á lifandi og skapandi hátt. Þar eru hugmyndir að verkefnum í tengslum við bókina sem eru til þess fallin að auka orðaforða og málnotkun nemenda. Verkefnin eru fjölbreytt og þarf ekki að vinna í ákveðinni röð. Sum verkefni fylgja ákveðnum opnum meðan önnur eru almenn og má nýta hvar sem er í bókinni. Hugmyndabankann má nota til að vekja áhuga og virkja ímyndunarafl bæði nemenda og kennara. Orð eru ævintýri er bók sem býður upp á hafsjó af verkefnum og þemavinnu með nemendum sem eru að læra íslensku. Rannsóknir sýna að árangursríkasta aðferðin til að vekja áhuga barna á að lesa sjálf er að lesa upphátt fyrir þau. Þegar lesið er fyrir börn er verið að leggja grunn að lestrarnámi þeirra og þegar börn hlusta á skemmtilegar sögur vaknar hjá þeim löngun til að lesa upp á eigin spýtur. Með því að lesa fyrir börn er hægt að efla orðaforða þeirra en orðaforði er mikilvægur fyrir mál og læsi. Barn sem hefur mikinn orðaforða hefur meiri færni til djúpstæðrar hugsunar og á auðveldara með tjáskipti en barn með lítinn orðaforða. Barn með góðan orðaforða á auðveldara með að bæta við orðaforða sinn í markvissum lestrarstundum. Því þarf að leggja áherslu á að efla orðaforða barna með lestri og samræðum frá fyrstu tíð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að lestur og samræður um efnið sé aðferð sem eflir orðaforða barna hvað mest. Þess konar samræðulestur felst í því að nefna persónur, hluti og athafnir á myndunum og tengja við reynsluheim barna (Kassow, 2006). Þegar börn eldast verða samræðurnar flóknari og byggjast á krefjandi spurningum og heimspekilegum vangaveltum. Mikilvægt er að skapa jákvætt andrúmsloft í kringum lestrarstundir þar sem bæði börn og starfsfólk/forsjáraðilar njóta þess að lesa og spjalla saman um efnið. Þegar verið er að vinna með orðaforða er mikils virði að þjálfa orð sem hægt er að nota í samræðum við börnin. Orð og orðasambönd eins og: já einmitt, nákvæmlega, glæsilegt, vel gert! Í samskiptum er lykilatriði að hlusta á börnin. Taka eftir því hvaða umræður skapast, hvaða spurningar koma upp hjá þeim og bæta síðan við umræðuna, útvíkka og útskýra nánar. Hafa ber í huga að koma að einfaldri málfræði, svo sem nútíð, þátíð, eintölu, fleirtölu og stigbreytingu, í töluðu máli alveg frá upphafi. Sem dæmi má benda börnum á stærðarhugtök, tala um hluti sem gerðust í gær og nefna hluti bæði í eintölu og fleirtölu. Hægt er að

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 7 vinna veggspjöld eða hugarkort með þeim þar sem orðum og myndum er safnað af hverri opnu. Prenta má út myndir af vefsíðu bókarinnar. Einnig geta börnin útbúið sína eigin orðabók og tengt við sterkasta tungumál sitt. Kötturinn Kúri Kötturinn Kúri eða ummerki eftir hann birtast á öllum opnumyndum bókarinnar. Börn geta skemmt sér við að leita að honum. Kúri er venjulegur heimilisköttur, appelsínugulur á litinn og bröndóttur. Hann er með græna ól um hálsinn og neðan úr henni hangir silfurlituð bjalla. Draumur hans er að veiða mús, fugl eða eitthvað annað. Kúri eltist við eitt og annað á opnumyndunum en í lok bókarinnar sofnar hann sæll og glaður með mjúkdýrinu. Það er tilvalið að nota ævintýri Kúra sem kveikju að samtali á hverri opnu. Mikilvægt er að tala um þátíð, nútíð og framtíð með því að eiga samtal um athafnir hans. • Hvað er hann að gera? • Af hverju? • Hvernig líður honum? • Hvað heldur þú að hafi gerst áður? • Hvað heldur þú að gerist seinna o.s.frv. • Nota má tækifæri til að koma að tölu orða og öðrum einföldum beygingaratriðum. Að skoða orð Bókin hentar vel í kennslu yngri nemenda sem eru að læra íslensku. Myndirnar má einnig nýta sem kveikjur í kennslu með eldri nemendum þar sem meira er unnið með stakar myndir en ekki bókina í heild. Tengja má innihald bókarinnar á einfaldan hátt við ritunarverkefni til að efla orðaforða. Hægt er að prenta opnumyndir út af vefsíðu eða opna þær á tölvu eða stórum skjá. Á öllum opnum bókarinnar er hægt að nota PWIM aðferðina. Lykilorð Notið lykilorð af þeirri opnu sem verið er að vinna með. Veljið líka orð sem nemendur geta notað í daglegum samskiptum. Endurtakið lykilorðin í mismunandi samhengi mörgum sinnum yfir daginn. Mikilvægt er að nota sjónrænar stoðir en þannig má grípa tækifærið og tala um orðin þegar börnin sýna þeim áhuga. Hvetjið þau til að nota orðin í daglegu tali. Velja má orð úr mismunandi orðflokkum t.d. nafnorð (skeið, diskur) sagnorð (borða, drekka) og lýsingarorð (heitt, hart, svangur, rauð). Tilgangurinn með þessu er að nemendur heyri orð í mismunandi samhengi og fái góða útskýringu á þeim og þjálfun í notkun þeirra. Hljóðkerfisvitund Þegar unnið er með nemendum sem eru nýkomnir til landsins og hafa skólagöngu að baki er innlögn á hljóðum íslenskra stafa nauðsynlegur grunnur og undirstaða þess að lesa á íslensku. Vinna þarf með atkvæði, samhljóðasambönd og samsett orð. Komi nemendur úr málumhverfi sem er mjög ólíkt því íslenska, t.d. þar sem talað er tónamál, þarf að vinna meira með hljóðavitund og hrynjandi. Nemendur sem hafa litla eða enga skólagöngu að

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 8 baki þegar þau koma til landsins geta unnið með bókina samhliða lestrar- og ritunarnáminu. Þá eru notaðar lestrarkennsluaðferðir þar sem kennd eru hljóð og stafir og unnið með aðgerðir sem byggja upp hljóða- og hljóðkerfisvitund nemenda. Sjá t.d. á læsisvefnum. Sögugerð/endursögn Nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslenskum skóla þurfa þjálfun í að nota tungumálið í samskiptum. Þess vegna eru umræður og samtal um það sem birtist á opnum bókarinnar grunnur að ritunarfærni nemenda. Í byrjun má vinna með munnlega endursögn og færa hana síðan yfir á ritað form. Árangursríkt er að tengja við reynsluheim nemenda. Gott er að skoða fylgirit með kafla 19.3 í aðalnámskrá. Sjá hér. Ritun þarf að byggja á stigskiptum stuðningi. Ritun Ótal leiðir má fara í vinnu með ritun. Ritunarverkefni má finna í fjölda kennsluleiðbeininga og handbóka. https://klb.mms.is/klb/Ritunarvefurinn https://laesisvefurinn.is/ritun/stigskiptur-studningur/ https://mms.is/frettir/laesisvefurinn-ritun https://vefir.mms.is/beinagrindur/index.html Íslenska í 3. og 4. bekk – Handbók kennara Beinagrindur Bókin Hið ljúfa læsi eftir Rósu Eggertsdóttur Ævintýragerð barna Skapandi skóli Fræðslu -og hvatningarmyndbönd um ritun Skrift Mikilvægt er að þjálfa skrift. Sérstaklega fyrir þau börn sem eru að læra latneskt letur og nota til þess skriftarbækur. Tónlist Íslensk lög eru kynnt fyrir nemendum, bæði barnalög og dægurlög. Gott er að spila tónlist þegar verið er að vinna þemaverkefni. Á mms.is er m.a. hægt að finna bókina Tónlist og líkaminn, sjá hér. Á Spotify er hægt að finna mikið úrval af íslenskum lögum með textum (e.lyrics).

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 9 Leikræn tjáning Leikræn tjáning nýtist vel við kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Þegar verið er að leggja inn ný orð þarf kennarinn að nota leikræna tilburði í samræðum og nauðsynlegt er að setja orð á allar athafnir. Hægt er að lýsa með handahreyfingum og látbragði því sem verið er að gera og setja orð á það um leið. Dæmi: þegar ég klæði mig í útifötin þá renni ég upp úlpunni, set á mig húfu og fer í vettlinga. Einnig má nota látbragð með fyrirmælum s.s. allir að standa upp, setjast niður, taka upp bók og blýant. Hægt er að fara í leiki eins og til dæmis Símon segir. Einnig má nýta aðferðir leiklistar í kennslu í öllu tungumálanámi. Örsögur Með hverri opnu fylgir örsaga til upplestrar sem getur verið kveikja að umræðum. Sögurnar eru eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Örsögurnar má finna aftast í bókinni.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 10 Góðan daginn Umræður og orðaforði Ræðið allar litlu myndirnar á opnunni. Bendið á þær og hafið orð á hlutunum. Talið um það sem er að gerast á stóru myndinni. Tengið við reynslu barnsins með því að tala um eitthvað sem liðið er og eitthvað sem er í vændum. Spyrjið opinna spurninga sem leiða til samtals. Hugmyndir að umræðuefnum sem tengjast opnunni: • Förum yfir morgunvenjur. • Hvernig geispum við? • Hvað er morgunmatur? • Hvað borðum við á morgnana? • Athafnir morgunsins. • Vinna með orðaforða sem tengist heimilinu. • Hvað klæðum við okkur í fyrst, svo og síðast? • Hér er hægt að ræða veður og útiföt. • Tölum um klukkuna, hvenær við vöknum, förum í skólann, förum heim aftur, o.s.frv. • Tala um persónufornöfn, þ.e.a.s. hún geispar, hann smyr nesti, það/hán er að borða morgunmat eða greiða sér (barnið, stálpið), o.s.frv.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 11 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Hugarkort, teiknimyndasaga eða dagbók þar sem farið er yfir athafnir morgunsins. Nemendur útbúa teiknimyndaramma eða fá tilbúinn frá kennara og segja sögur af athöfnum morgunsins á sínu heimili. • Púslum setningar. Hér er hugmynd að því hvernig hægt er að vinna með frásögn. Það má útbúa frásögn um verkefni nemenda á morgnana eða á kvöldin. Þar er búið að búa til púsl bæði með texta en einnig er þar að finna óútfyllta frásögn sem nemendur geta fyllt inn í. Sjá hér. (fraedsluskot.wixsite.com). • Að læra að skipuleggja frásögn og segja frá atburðum dagsins. Hér má finna dæmi. • Hugarkort um ketti – heiti karldýrs/kvendýrs/afkvæmis, heiti líkamshluta, fæða, o.s.frv. Sjá t.d. hér. • Sögukubbar (e. story cubes) sem útfæra má á mismunandi hátt eftir aldri og færni með myndum úr bókinni. • Nemendur geta búið til kisur úr margs konar efniviði, ýmist samvinnu- eða einstaklingsverkefni. Sjá t.d. hér. Leikir Kennarinn útbýr miða með orðum. Nemendur draga orð og teikna mynd og setja orð fyrir neðan. Einnig er hægt að útfæra leikinn og draga orð og leika það. Samnemendur reyna að geta og segja hvað orðið er.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 12 Líkaminn Umræður og orðaforði Skoðið myndina með nemendum. Kennarinn varpar síðunni um líkamann upp á skjá og fer yfir heiti á líkamshlutum. Gott er að tengja umræðuna við sagnorð sem tákna hreyfingar líkamans t.d. að tyggja, að blikka, að hoppa, að geispa, að sparka, að skrifa, að lesa, að horfa. Hugmyndir að vinnu með opnuna: • Kennarinn teiknar andlit á töfluna og byrjar á því að fara yfir andlitshluta. ○ Tala um munninn, varir, tennur, tungu og kinn. • Gott er að spyrja nemendur spurninga eins og hvernig eru augun þín á litinn? Hvernig er hár þitt á litinn, ljóst, dökkt, brúnt, rautt? • Tala um nef og lykt, útskýra hugtökin góð lykt/vond lykt. Nota má myndir sem gefa í skyn mismunandi lykt, t.d. af blómum, kaffi, sundlaug, umferðargötu. • Hvað erum við með marga fingur? Nota tækifærið og telja upp að tíu. • Tala um hæð, hægt er að láta nemendur raða sér í stærðarröð. • Einföld lýsingarorð eins og stór/lítill, langur/stuttur, litir.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 13 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Kennarinn getur prentað út litlu myndirnar og nemendur líma þær í orðabókina sína og skrifa heitin undir. • Nemendur teikna sjálfsmynd og eiga að skrifa einfaldar setningar fyrir neðan myndina sem lýsir þeim. T.d. ég er með svart hár, ég er dökkhærð/ur/t. • Teikna líkamann, til dæmis útlínur á stórt blað og skrifa líkamsheitin, nemendur vinna saman í hópum. • Nemendur skrifa heiti andlitshluta á litla miða og festa á réttan stað á andliti sínu eða samnemanda. • Nemendur búa til samstæðuspil þar sem þau skrifa heitin á líkams- og andlitshlutum á litla miða á íslensku og á sínu sterkasta tungumáli. Nemendur para svo saman miðana. Leikir • Skrímslaleikur, nemendur teikna skrímsli tvö og tvö saman. Annar lýsir og hinn teiknar. Nemendur snúa bökum saman eða hafa skilrúm á milli sín. Sá sem lýsir teiknar skrímsli jafnóðum og hann lýsir því. Hinn nemandinn teiknar eftir lýsingunni. Að lokum bera þau saman myndirnar. • Vasaljósið: Handbók með Orðasjóð bls.12 Tónlist Þumalfingur, þumalfingur hvar ert þú? Ég er furðuverk. Höfuð herðar hné og tær: nemendur syngja lagið og gera hreyfingar með. Einnig er hægt að spila lagið á fleiri tungumálum.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 14 Föt Umræður og orðaforði Kennarinn varpar myndinni upp og spyr nemendur hvað þau sjái á myndinni og leggur áherslu á orðin yfir fatnað. • Kennarinn safnar saman í skjóðu tölum, rennilás, reimum og öðru tengdu fatnaði. Ræðir og leyfir nemendum að prófa og tengir við sagnirnar að reima, að renna, að smella, að hneppa. • Kennarinn er með myndir af fatnaði og nemendur eiga að flokka myndirnar í undirflokka t.d. útiföt, inniföt, spariföt og íþróttaföt. Nemendur taka svo myndirnar og ræða hvað er í hverjum flokki. • Tala um úti- og inniföt, íþróttaföt. • Um skólabúninga, spariföt, þjóðbúninga frá ýmsum löndum. • Tengja liti og áferð við fatnað svo sem þykkt, þunnt, mjúkt, gróft, slétt, o.s.frv. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Veggspjald: Kennarinn tekur saman tímarit og dagblöð með auglýsingum og nemendur klippa út föt. Kennarinn útbýr fyrirmæli s.s. klipptu út mynd af peysu. Myndin er síðan límd á veggspjald og undir skrifa þau heiti fatnaðarins og herma eftir og skrifa

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 15 eftir fyrirmælum kennarans t.d. ég klippti út gula peysu, þetta er gul peysa, ég fann gula peysu. • Nemendur búa til hugarkort þar sem þau geta meðal annars flokkað fötin. • Nemendur útbúa dúkkulísur og klippa út föt á þær. Gaman væri að vera með afgangsefni til að búa til fötin á dúkkulísurnar. Hægt er að vinna áfram með verkefnið í ritun þannig að nemendur skrifi setningar eða orð til að sem lýsa þeim. Nemendur geta gefið dúkkulísunni nafn, búið til heimilisfang, ákveðið aldur, o.s.frv. Þessa vinnu má einnig vinna á stafrænu formi og gera þá jafnframt hreyfimyndir. • Verkefnið hentar vel til þess að vinna með lýsingarorð og beygingu þeirra, t.d. hún er í bleikri peysu og svörtum buxum. Sjá t.d. í bókinni Finnbjörgu. Leikir • Það er hægt að skoða búningasafn hjá skólanum. Nemendur geta farið í búningaleik t.d. þar sem fatapoki er látinn ganga undir tónlist og þegar tónlistin hættir á sá sem heldur á pokanum að draga flík úr honum, segja hvað hún heitir og klæða sig í hana. Ef nemendur hafa þekkingu til má bæta við lit, áferð og eiginleikum efnis. • Í lok skóladagsins er hægt að hleypa nemendum út eftir því hvernig þau eru klædd. T.d. getur kennarinn boðið þeim nemendum sem eru með vasa á buxunum sínum að fara fyrst eða þeim sem eru í hettupeysu.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 16 Útiföt Umræður og orðaforði Tengja umræður við veður dagsins og hvernig nemendur komu klæddir í skólann. Sjá kafla 2 um föt. • Hvernig er veðrið í dag? • Hvernig klæddum við okkur í morgun? • Hefðum við átt að klæða okkur öðruvísi? • Hvernig var veðrið í gær? • Var veðrið eins og það er í dag? • Hvernig vorum við klædd í gær? • Vorum við í sömu útifötum í gær? Kennarinn getur leyft nemendum að fletta upp hvernig veðrið er í öðrum löndum og ræða hvernig þau væru klædd ef þau væru að fara í skólann þar. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur teikna mynd af sér í sínum útifötum og skrifa heitin við. • Nemendur sem eru lengra komnir skrifa málsgreinar þar sem þau lýsa útifötum sínum. Hvetjum nemendur til að nota fjölbreytt orð yfir liti og áferð.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 17 • Nemendur fá form með útlínum vettlinga og teikna mynstur á þá og e.t.v. peysur og húfur líka. Nemendur útbúa spil með mismunandi skóm og gera veiðimann (áttu íþróttaskó?). Leikir • Fatabingó. • Skoða má mismunandi gerðir af skóm og fötum í fatahengi. Taka mynd og skrifa um fatnaðinn þegar komið er til baka í skólastofuna.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 18 Heimilið Umræður og orðaforði Hér er gott að skoða hvernig mismunandi hús líta út. Hvað tilheyrir húsinu á myndinni: kjallari, 1. hæð, 2. hæð, ris og bílskúr. Hvað tilheyrir hverju herbergi. • Eru til annars konar hús en á myndinni? • Fara í göngutúr um nærumhverfið og skoða mismunandi hús. • Hvað er fólkið á myndunum að gera? (sópa, ryksuga, hengja upp þvott, fara út með ruslið, o.s.frv.) • Hvaða heimilisstörf vinnur þú heima hjá þér? • Hefur þú átt gæludýr? • Hver hugsar um dýrið? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Lykilorð: Nota Frayer-líkanið til að skilgreina orðin og búa til setningar um þau. • Samsett orð: vinna með orðin, taka í sundur og setja saman t.d. þvottavél, þvottasnúrur, fuglabúr, bílskúr, ruslatunna, dyrabjalla. Eldhúsborð, eldhússkápur eða allar vélarnar á heimilinu. • Nemendur teikna mynd af herbergi á eigin heimili eða draumaherberginu sínu.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 19 • Hér er gott að nota hugarkort. Velja eitt herbergi og taka saman útklipptar myndir af því sem herberginu tilheyrir og setja inn á hugarkortið. Leikir • Inn og út um gluggann. • Hvar er ég? Kennarinn lýsir athöfn sem hann framkvæmir í ákveðnu herbergi og nemendur eiga að segja hvar hann er: ég er að vaska upp, í hvaða herbergi er ég?

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 20 Eldhús Umræður og orðaforði • Tala um hvað fólkið á myndinni er að gera. • Hvað sjáum við á myndinni? • Er eitthvað á myndinni sem þú hefur aldrei séð? • Nota PWIM aðferð til að draga fram orðin á myndinni. • Ræða orðið uppáhalds í tengslum við mat. • Umræður út frá stökum myndum af húsgögnum eða heimilistækjum. Nemendur eru spurðir í hvaða herbergi húsgagn eða tæki á heima. • Hvað er í ísskápnum? Hvað geymum við í ísskáp? • Vinna með sagnorð og leika orðin s.s. baka, elda, sitja, vaska upp. Nota látbragð og setja orð á athafnir. • Umræða tengd flokkun á heimilissorpi. • Umræða tengd vinnu í heimilisfræðistofu: áhöld, hráefni, sagnorð og lýsingarorð (heitt, kalt, þykkt, þunnt). Vinna með mynd og orð. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Kennarinn velur lykilorð t.d. orðið vél og nemendur finna öll orðin þar sem vél er hluti af orðinu. Hér má vinna með Frayer.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 21 • Sýna nemendum hvernig hægt er að útbúa litla miða og merkja hluti í rýminu. Nemendur fara heim og merkja hluti í eldhúsinu. Nemendur geta tekið mynd og sýnt kennaranum. • Fara í heimilisfræðistofuna og baka. Fara eftir myndrænni uppskrift. Hér er að finna uppskriftir: ○ Uppskriftir á unglingastigi ○ Heimilisfræði 1. • Teikna disk á þykkan pappír, skreyta diskinn og klippa hann út. Einnig má nota stóran pappadisk. Nemendur teikna uppáhalds matinn sinn, klippa út og líma á diskinn eða skrifa um hann. Leikir • Minnisleikir með myndum af mat. • Nemandi dregur mynd (t.d. af epli) og segir: ég fór í búð og keypti epli, næsti dregur aðra mynd (t.d. af brauði) og segir: ég fór í búð og keypti epli og brauð … og svo koll af kolli. Tónlist Horfa á Dýrin í Hálsaskógi og hlusta á piparkökusönginn. Ítarefni Matreiðsluþættirnir Matargat í Stundinni okkar á ruv.is

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 22 Stofa/herbergi Umræður og orðaforði • Hvaða húsgögn sjáum við í stofunni? • Hvaða húsgögn eru í stofunni heima hjá ykkur? • Hvernig eru húsgögnin á litinn? ○ Ræða útlit húsgagnanna/hlutanna á myndinni og nota lýsingarorð sem nemendur eru að vinna með hverju sinni. • Hvaða persónur eru á myndinni (mamma, pabbi, systkini, aðrir)? ○ Hver er yngstur og hver er elstur? • Hvað eru persónurnar að gera á myndinni? ○ Hér er gaman að tengja athafnirnar við sagnorðin: að horfa, að spila, að dansa, að tala saman, að kúra, að slappa af. • Á myndinni eru krakkarnir að spila, kunnið þið að spila? ○ Hvaða spil kunnið þið?

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 23 Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur búa til orðabingó með orðum yfir þau húsgögn sem eru í stofunni. Hér fer það eftir færni nemenda hvernig kennarinn útfærir verkefnið. Nemendur geta t.d. fengið bingóblað með myndum af húsgögnum og skrifað heiti húsgagnanna fyrir neðan myndirnar. • Nemendur fá myndina úr bókinni útprentaða og eiga að skrifa niður það sem þau sjá á myndinni. Hér fer það eftir getu nemenda hvort að þau skrifa stök orð eða heilar setningar. • Hægt er að búa til slönguspil með myndum af húsgögnum. Nemendur segja heitið á húsgagninu sem þau lenda á upphátt, þá er hægt að bæta við litnum á húsgagninu næst þegar spilið er spilað. B I N G Ó

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 24 B I N G Ó

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 25 Herbergi Umræður og orðaforði • Hvað sjáum við í herberginu? Fara yfir heitin á húsgögnunum sem sjást á myndinni. • Beina athyglinni að kojunni og spyrja nemendur hvort að þau viti hvað svona rúm heitir? ○ Er einhver í nemendahópnum sem á svona rúm? Í framhaldinu er hægt að spyrja nemendur hvort þau myndu vilja sofa uppi eða niðri, hvernig kemst maður upp í efri kojuna? • Hvaða leikföng eru á myndinni? ○ Hvaða leikföng eigið þið? • Hvað eru krakkarnir að gera á myndinni? • Stelpan á myndinni er berfætt, hún er bara í einum sokk – getið þið fundið hinn sokkinn hennar? • Hvað hangir úr loftinu? Hvað er ofan á kommóðunni? Sjáið þið bikarinn sem er ofan á hillunni? Hvað er ofan í kommóðunni og inni í skápnum? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur vinna verkefni þar sem þau teikna mynd af uppáhalds leikfanginu sínu og skrifa nokkur orð/setningar til að lýsa því. • Nemendur kynna uppáhalds leikfangið sitt og lýsa því.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 26 Leikir • Kennari safnar saman hlutum sem leynast í barnaherbergjum. Kennarinn raðar öllum hlutunum á borð og fer yfir heiti þeirra með nemendum. Kennarinn fjarlægir síðan einn hlut og nemendur eiga að reyna að giska á hvaða hlut kennarinn fjarlægði. • Kennarinn er með myndir af hlutum úr barnaherberginu og lýsir þeim án þess að nefna þá. Nemendur reyna að giska hvaða leikfangi/hlut kennarinn er að lýsa. Þegar nemendur eru búnir að giska rétt sýnir kennarinn þeim myndina. Hér er líka hægt að hafa hlutina í poka og draga einn í einu án þess að nemendur sjái hvaða hlutur er dreginn hverju sinni.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 27 Forstofa/baðherbergi Umræður • Hvað sjáum við á myndinni? Fara yfir heitin á fatnaði, hlutum og húsgögnum. • Hvað er í bréfalúgunni og hvað liggur á gólfinu? Eruð þið með bréfalúgu heima hjá ykkur? • Sjáið þið lyklana? Eruð þið með lykla að heimili ykkar? Eftir þessar umræður getur kennarinn farið með nemendum í gegnum skólann og beint athyglinni að því hvort að allir skórnir séu á réttum stað, er þeim raðað snyrtilega í skóhilluna, eru úlpurnar á snögunum, o.s.frv.? Hægt er að þjálfa enn frekar orð um föt með því að fara á mms is – Orðasjóður. Sjá hér.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 28 Baðherbergi Umræður • Hvað sjáum við á myndinni? ○ Hvar er strákurinn? ○ Hvar situr pabbinn? • Hvað er kötturinn Kúri að gera á myndinni? • Benda á tannburstana og spyrja nemendur, t.d. hvað tannburstarnir eru margir, hvernig eru þeir á litinn? • Hver burstaði tennurnar í morgun? ○ Hvernig er tannburstinn ykkar á litinn? • Hvað er í bleika glasinu ofan á hillunni? Hver greiddi hárið sitt í morgun? • Benda nemendum á orðið bursti-, tannbursti og hárbursti. • Hvernig eru veggirnir á litinn? • Tengja umræðurnar við sagnirnar sem tengjast opnunni eins og að: pissa, kúka, bursta tennur, greiða hár, þvo sér, þurrka sér, heilsa, kveðja. Einnig er hægt að vekja athygli nemenda á notkun í og á. Fara í bað og á klósettið. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur fá mynd af baðherbergi og merkja inn á hana. • Nemendur fá myndirnar úr bókinni útprentaðar, búa til talblöðrur og semja stutt samtal á milli persónanna á myndunum. • Kennarinn leikur sagnorðin og nemendur segja hvað hann er að gera: bursta tennur, greiða sér, o.s.frv.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 29 Tilfinningar spennt hissa þakklát glöð spenntur pirraður leiður áhyggjufullur kvíðinn stoltur sorgmædd reið sátt hrædd hugrökk fegin þreytt Umræður • Spyrja nemendur hvernig þeim líður og kenna þeim orð yfir tilfinningar. Gott væri að hafa sjónrænar stoðir með tilfinningum í stofunni sem nemendur geta stuðst við. • Ræða hvað er að gerast í myndasögunum og hvaða tilfinningar koma fram. Eru sömu tilfinningar hjá börnunum á efstu myndinni og þeirri neðstu á bls. 22 en þau eru bæði spennt, er einhver munur? • Hafið þið einhvern tíma orðið hrædd við hljóð eins og stelpan sem situr í rúminu? En sorgmædd? En glöð? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Kennari teiknar hring á töfluna og teiknar svo andlit inn í hringinn sem sýnir mismunandi tilfinningar. Nemendur eiga að giska á hvaða tilfinningu kennarinn er að teikna. Hægt er að útfæra þetta á margvíslegan hátt, nemendur vinna saman í pörum og skiptast á að teikna tilfinningar. • Nemendur gera sína eigin myndasögu með áherslu á tilfinningar og eiga að skrifa orð eða stuttar setningar við myndirnar. • Nemendur vinna bók þar sem helstu tilfinningarnar koma fyrir. Nemendur teikna myndir, skrifa orð og setningar.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 30 Leikir • Að leika tilfinningar: nemendur draga tilfinningu og eiga að leika hana. Aðrir nemendur giska á hvaða tilfinningu nemandinn er að leika. Kennarar geta nýtt sér myndir úr Orðasjóði um tilfinningar. Sjá hér.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 31 Ávaxta- og grænmetisspil Umræður og orðaforði • Hver er uppáhalds ávöxturinn ykkar? Hvert er uppáhalds grænmetið ykkar? • Hvaða ávextir eru súrir eða sætir? • Hægt að tengja við litina og spyrja nemendur hvaða grænmeti/ávextir séu rauðir, grænir, appelsínugulir. • Hvaða grænmeti/ávextir eru ræktaðir á Íslandi? • Er eitthvað sem er ekki hægt að rækta á Íslandi? ○ Hvar væri helst að finna það í heiminum? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Nemendur búa til hugarkort með ávöxtum og grænmeti. • Nemendur fá myndir af ávöxtum og grænmeti og eiga að flokka myndirnar, til dæmis geta þau flokkað ávexti/grænmeti eftir lit eða í hvorn flokk það fer. • Kennarinn spyr nemendur hvaða ávöxtur/grænmeti sé í uppáhaldi og býr til súlurit með niðurstöðunum. • Fara í vettvangsferð með nemendur í næstu búð þar sem þau eiga að skrá hjá sér þá ávexti/grænmeti sem þau sjá. • Hægt að gera könnun eftir því hvaða ávexti nemendur eru með í nesti í eina viku og útbúa súlurit út frá fjölda ávaxta.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 32 Leikir • Smakk! bundið fyrir augun – hvað er ég að borða?! • Fara með nemendur í heimilisfræðistofuna þar sem nemendur fá að búa sér til ávaxtasalat. Nemendur segja svo bekkjarfélögum sínum hvaða ávexti þeir völdu í sitt salat. Einnig mætti nýta Gott og gagnlegt 1 vb bls. 12 og 13. Leiðbeiningar fyrir spilið: Það sem þarf: Tening, spilakarla eða tappa (t.d. af mjólkurfernum). Markmið spilsins: Að auka orðaforða. Mikilvægt er að tala um orðin í reitunum á meðan spilað er. Gott er að nefna hverja mynd meðan tappinn er færður. Spilareglur/hvernig á að spila: • Leikmenn setja tappana sína á byrjunarreit. Yngsti leikmaðurinn byrjar. • Leikmenn skiptast á að kasta teningnum og færa sinn tappa um eins marga reiti og teningurinn segir til um. • Leikmaður býr annaðhvort til setningu úr orðinu, sem er á reitnum sem hann lendir á, eða nefnir eitthvað tvennt sem einkennir myndina (t.d. súrt og gult). • Ef leikmaður lendir á reit með hindrun þarf að færa tappann til baka um einn reit. Ef leikmaður lendir á reit með ávaxtapartý eða hollustu má hann færa tappann fram um tvo eða þrjár reiti allt eftir því sem stendur á reitnum. • Sá leikmaður sem kemur fyrst á endareit sigrar. Góða skemmtun!

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 33 Í skólanum Umræður og orðaforði • Hvað sjáið þið á myndinni? • Hvað eru nemendurnir að gera í skólastofunni? ○ Hvaða hluti geymum við í pennaveski? • Gott er að fara yfir þau sagnorð sem tengjast skólastofunni: að ydda, skrifa, líma, klippa, hlusta, biðja um aðstoð, hjálpast að, vinna saman. • Tengja umræðuna við skóla nemenda: hvað heitir skólinn? Hvað heita kennararnir? Hvað eru margir í bekknum/hópnum? • Ræða mismunandi námsgreinar í skólanum og spyrja nemendur í hvaða námsgreinum þau séu. ○ Kennarinn getur varpað upp sjónrænni stundatöflu og farið yfir stundatöflu hópsins. Eldri nemendur geta glósað heitin á námsgreinum og þýtt yfir á sitt sterkasta tungumál. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók. Kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Veggspjald: nemendur ganga um skólann og taka myndir af ólíkum kennslustofum. • Nemendur geta einnig tekið myndir af starfsfólki skólans t.d. skólastjóra, húsverði, starfsfólki í eldhúsi, kennara, o.s.frv. Nemendur búa til veggspjald með myndunum og skrifa rétt heiti fyrir neðan myndirnar.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 34 • Nemendur fá orðarenninga og merkja alla hluti í skólastofunni. • Hugarkort: nemendur gera hugarkort tengt grunnorðaforða kaflans. Leikir • Ratleikur: kennari getur útbúið ratleik um skólann og/eða skólalóðina. • Fela hlut: fara í leikinn að fela hlut og fela mynd af kettinum Kúra t.d. í skólastofunni.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 35 Listasmiðja 27 26 Listasmiðja pappír nál og tvinni skrúfjárn sög hamar borvél spýtur lím málning reglustika litir hnykill skæri öryggisgleraugu penni yddari strokleður blýantur pensill nagli skrúfa málband málaratrönur svunta leir Umræður og orðaforði • Hvað er að gerast á myndinni? • Hvað heita verkfærin og áhöldin á myndinni og hvernig eru þau notuð? • Tala um sagnorð í listasmiðjum, smíða, saga, negla, mála, o.s.frv. • Merkja nöfn allra hluta í listasmiðjunni, t.d. pensill, málning, trönur. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Taka myndir af verkfærum og hlutum og merkja inn á þær heiti hlutanna (PWIM aðferð). • Myndir og orð – skrifa heiti og hvað maður gerir við hvert og eitt verkfæri eða hráefni. Hamar: negla með hamri, o.s.frv.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 36 Lærum og leikum 29 28 kubba stappa spila strjúka klappa horfa teikna lita skrifa mála klippa líma príla sulla syngja lesa leira púsla perla draga ýta sparka grípa kasta skríða elta tala leika raða Umræður og orðaforði • Skoða myndirnar og fara yfir athafnirnar sem sýndar eru á myndunum. • Tala einnig um aðrar athafnir sem tengjast nemendum og reynsluheimi þeirra. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skoða myndirnar og skrifa hvað börnin eru að gera: ○ stelpan og strákurinn eru að byggja úr kubbum, bæta við fornöfnum: þau eru að byggja úr kubbum. ○ Teiknimyndasaga – myndasögurammi (Litla Lesrún fylgiskjöl) https://klb.mms.is/media/uploads/2019/08/09/myndasagaLeikir • Látbragðsleikur, kennari/nemandi leikur og spyr: hvað er ég að gera? • Búa til lista yfir skemmtilega leiki og annað sem nemendum finnst gaman að gera.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 37 Skólalóð Umræður og orðaforði • Hvað sjáum við á skólalóðinni? • Hvaða leiktæki eru þar? Hvaða leiktæki eru á skólalóðinni okkar? • Hverjar eru reglurnar á skólalóðinni? • Hvað er hægt að gera í frímínútum? • Hvað langar mig að gera í frímínútunum? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skrifa um hvað hægt er að gera í frímínútunum (eftir fyrirmynd kennara (e.scaffolding)). • Teikna skólalóð með þeim leiktækjum sem nemendur langar að hafa aðgang að. • Skrifa stuttlega um það ef færni er fyrir hendi, annars skrifa orð og tengja við myndirnar. Leikir Fjalla um og fara í margskonar leiki á skólalóðinni. Vinaliðar kynntir ef skólinn er í því verkefni. Á leikjavefnum má finna margskonar leiki.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 38 Í búðinni Umræður og orðaforði • Hvaða búðir eru í nágrenninu? • Hefur þú verslað í matinn? • Hvað er fólkið að gera á myndinni? • Hver braut eggin? • Hvað eru börnin á myndinni að skoða? • Ræða flokkun á vörum í búðinni, t.d. hreinlætisvörur, bökunarvörur, o.s.frv. • Hvaða matur finnst þér góður? • Hvað myndir þú kaupa ef þú værir í þessari búð? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skrifa eða teikna innkaupalista. • Læra um íslenska peninga. • Nemendur skrifa stutt samtal á milli afgreiðslumannsins og konunnar sem er að borga eða skrifað samtal á milli stelpnanna. • Nemendur fá mynd ljósritaða og setja inn á hana talbólur eða hugsanabólur þar sem kemur fram hvað fólkið er að segja eða hugsa. Leikir Fara í búðarleik. Hægt er að safna saman hlutum og umbúðum eða vera með myndir af því sem er til sölu á spjöldum.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 39 Afmæli Umræður og orðaforði • Skoða myndina og tala um afmæli. • Hver á afmæli á myndinni? • Hvenær áttu afmæli? • Hvað ertu gamall/gömul? (Hægt að tala um lo. eftir kyni ef nemendur eru með grunn í málfræði annars tungumáls.) • Hefur þú farið í afmæli? Var gaman? Hvað var gert? • Hvernig væri óska afmælisveisla? • Hvaða veitingar eru í afmæli? Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skrifa boðskort í afmæli. • Skrifa afmæliskort með heillaóskum (tækifæri til að tala um beygingu eiginnafna). • Búa til súlurit fyrir hópinn eftir afmælismánuðum. Leikir • Syngja afmælissöngva. • Nemendur raða sér í röð eftir fæðingarmánuði.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 40 Form – litir – tölur einn tveir þrír fjórir fimm sex sjö átta níu tíu ellefu tólf þrettán fjórtán fimmtán sextán sautján átján nítján tuttugu hringur horn sívalningur stjarna röndótt ferningur tígull sexhyrningur keila doppótt ferhyrningur þríhyrningur fimmhyrningur strik köflótt rauður blár gulur grænn hvítur svartur bleikur grár appelsínugulur brúnn fjólublár Umræður og orðaforði • Skoða mynd og ræða um formin. Eru til fleiri form? • Horfa í kringum sig í skólastofunni, hvaða form sjáum við hér inni? • Fara út á skólalóðina, ganga um skólann, hvaða form sjáum við oftast? Hvað form eru sjaldgæf? Taka myndir af formunum. • Telja og kenna tölurnar á íslensku. • Tala um raðtölur upp í 10 t.d. út frá bekkjum. Númer hvað er húsið þitt, skónúmer, símanúmer. • Tala um liti, t.d. hvaða liti við sjáum í kringum okkur í skólanum, úti á skólalóð, o.s.frv. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Búa til formin í tvívídd og þrívídd og hengja upp. • Skrifa tölurnar í bók, skrifa hærri tölur ef það á við vegna aldurs og þroska nemenda. • Hugtök eins og tugur og eining, samlagning og frádráttur, deiling og margföldun geta átt við fyrir eldri nemendur.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 41 Leikir • Spila Yatzi. • Spila Bingó. • Kenna nemendum að spila Veiðimann. • Læra að spila Uno. • Nemendur draga númer og eiga að hjálpast að við að raða sér í röð – skipta í tvo hópa og hafa keppni á milli hópa hvaða barn er fljótast. • Form, nemendur búa til mynd úr formum og segja frá því hvaða form þau notuðu. Sjá t.d. hér. • Fara í göngutúr um nágrennið og taka myndir af formum sem nemendur sjá.

| Orð eru ævintýri | Hugmyndabanki fyrir grunnskóla | 2893 | MMS 2024 | 42 Hátíðir þjóðhátíðardagur 17. júní þorri öskudagur bolludagur páskar Umræður og orðaforði • Sýna myndir og myndbönd frá bolludegi, þorranum, páskum og 17. júní. • Tala um hefðir á Íslandi og í öðrum löndum. • Tala um þjóðhátíðir landa. ○ Tala um þjóðbúninga á Íslandi og í öðrum löndum. • Páskaegg og málshættir. • Tala um þorramat. • Ræða og útskýra öskudaginn. Sýna nemendum myndir frá deginum og útskýra hvað það er að slá köttinn úr tunnunni. Ræða hvernig búa má til „ódýran“ búning og gaman væri að láta nemendur föndra hatta eða grímur. • Bolludagur: Nemendur teikna mynd af bollu. Merkja inn rjóma, sultu, súkkulaði og skrifa inn í bolluna skilaboð um að það megi koma með bollu í skólann. • Skrifa auglýsingu fyrir þorrablót. Ritun og sköpun • Nemendur safna saman orðum í orðabók, kenna þarf öll ný orð jafnóðum. Mikilvægt er að rifja orðin upp reglulega. • Skreyta páskaegg. • Teikna fána og ræða um þjóðhátíðardaga. • Segja frá fjallkonunni og þjóðbúningum á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=