Ofbeldi gegn börnum

79 að laga að þörfum eldri barna. Ráðlegt er að börnin geri öryggishring í upphafi hvers skólaárs. Hvert barn fær mynd af sjálfu sér sem búið er að líma í miðju hringlaga forms. Lagt er til að kennarinn byrji á því að segja nemendum hverjir hafi verið í öryggishringnum hans þegar hann var lítill og hvers vegna, t.d. mamma, pabbi, amma, frændi, kennarinn, vinur hans, stuðningsfulltrúi og nágranni. Kennarinn getur svo beðið börnin að segja frá því hverjir séu í hringnum þeirra og rætt um mikilvægi þess að eiga öryggisnet sem nær til þeirra staða sem barnið dvelur á. Loks eru nöfnin sem börnin hafa valið í öryggishringinn sinn skrifuð umhverfis myndina á skífunni. Gott er að vísa til öryggishringsins þegar á þarf að halda. MAT Á LÍÐAN BARNA Eitt af því sem kennari getur gert til að fylgjast með líðan nemenda er að leggja reglulega kannanir fyrir þá. Fyrir yngstu börnin er einfalt að vera með einfalda mynd af þremur andlitum í röð, það fyrsta er brosandi og glatt, annað er hlutlaust og það þriðja er leitt. Kennarinn biður barnið að bregðast við fullyrðingummeð því að benda á eða merkja við viðeigandi andlit. Kennarinn notar fullyrðingar miðað við aðstæður hverju sinni. Hér eru nokkur dæmi: • „Mér finnst gaman í leikskólanum/skólanum.“ • „Það er gaman að vera úti að leika/í frímínútum.“ • „Ég á marga vini í skólanum.“ Á svipaðan hátt má kanna líðan eldri nemenda en nota í staðinn kvarða, t.d. frá 1–5, sem nemendur merkja við. Leita þarf nánari skýringa þegar svör nemenda gefa vísbendingu um vanlíðan og þá er gott að ræða um hvað hægt sé að gera til að bæta ástandið. KÖNNUN Á LÍÐAN Í BEKKNUM – HÓPNUM Nemendur eru beðnir að skrifa einn tölustaf á ómerktan miða sem þeir brjóta saman og afhenda kennaranum. Tölurnar eru á bilinu 1–10. Talan 10 merkir að nemandanum geti ekki liðið betur í bekknum en talan 1 að honum líði mjög illa þar. Kennarinn skráir tölurnar af miðunum á mæli með skalanum 1–10, sem hann hefur teiknað og sett upp á töflu. Nemendur og kennarinn skoða niðurstöðurnar saman og ræða um merkingu þeirra og hvernig hægt sé að bregðast við þeim. Að sjálfsögðu er ekki ætlunin að nemendur reyni að greina hver á hvaða svar en ef

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=