Ofbeldi gegn börnum

76 GÁTLISTI Í VINNU GEGN OFBELDI 9.3 Engin aðferð er svo fullkomin að hún geti komið í veg fyrir allt ofbeldi en með markvissri vinnu getur skólinn lagt þungt lóð á vogarskálina. Markviss vinna skóla skiptir miklu í baráttunni gegn ofbeldi. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur var útbúinn gátlisti gegn einelti sem hafa má til hliðsjónar í forvörnum gegn ofbeldi í skólum. Gátlisti vegna eineltis. Forvarnir • Börn og ungmenni eru markvisst þjálfuð í lýðræðislegu samstarfi sem einkennist af virðingu, samkennd og ábyrgð. • Starfsstaðir setja sér leiðarljós í samskiptum sem unnin eru af öllu starfsfólki, börnum, ungmennum og foreldrum og samofin skólanámskránni. • Allt starfsfólk tekur þátt í gerð forvarnaráætlunar og árlegri endurskoðun hennar, þar sem viðhorf og viðmið í samskiptum eru samræmd til að koma í veg fyrir að ofbeldi geti átt sér stað. • Stuðlað er að því að starfsfólk, börn/ungmenni og foreldrar verði meðvituð um einkenni ofbeldis, geti unnið gegn því, brugðist við því þegar þess verður vart og viti hvert skal leita. • Árlega er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk um áhrif ofbeldis og áhrif starfsfólks á samskipti barna og ungmenna. • Niðurstöður úr könnunum um líðan starfsfólks og barna/ungmenna nýttar í vinnu gegn ofbeldi í skólanum. • Skólareglur/samskiptareglur eru vel kynntar, eineltisteymi og nemendaráð virk. Inngrip • Allar ábendingar um ofbeldi eru teknar alvarlega, einnig varðandi það sem á sér stað utan skóla og frístundar. • Sá sem fær upplýsingar vísar málinu til skilgreinds ábyrgðaraðila (t.d. umsjónarkennara, skólastjórnanda, námsráðgjafa, eineltisteymis) sem kannar málið með óformlegum hætti þar á meðal í frístundastarfi. Skipuleg skráning og könnun hefst. Skráningareyðublað. • Ef ábyrgðaraðili telur hugsanlegt að um ofbeldi geti verið að ræða hefur hann samband við foreldra barns (nema þegar það er talið stangast á við velferð barnsins) og leggur til samstarf um lausn málsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=