69 VIÐTÖL VIÐ BÖRN Erfitt er að gefa algildar leiðbeiningar um hvernig kennarar og annað starfsfólk skóla eiga að ræða við börn sem þeir telja að búi við ofbeldi. Fátt vegur þyngra en að barnið treysti því að viðmælandinn vilji því aðeins það besta. Þegar kennarinn eða sá sem ræðir við barnið hefur áunnið sér traust þess má gera ráð fyrir að samræðurnar skili meiri árangri. Góð fagleg þekking og leikni getur skipt sköpum um árangur en kennari, sem ekki hefur tileinkað sér sérstaka hæfni á þessu sviði ætti að treysta hyggjuviti sínu og leita ráða hjá öðrum. Ef nemandi gefur til kynna að hann búi við einhvers konar ofbeldi er brýnt að kennarinn haldi ró sinni, forðist að kveða upp dóm, láti barnið vita að það fái hjálp og eftir atvikum að þetta verði rætt betur um leið og færi gefst. Kennarinn gerir því næst ráðstafanir til að finna sem allra fyrst tíma og stað þar sem hann getur rætt við nemandann í einrúmi. Því betur sem kennarinn undirbýr sig þess betra. Það fer eftir eðli málsins í hverju undirbúningur felst en oft þarf að leita ráða hjá þeim sem hafa sérþekkingu á þessu sviði, afla upplýsinga, ígrunda nálgun og markmið fundarins og stilla hugann. Ef líkur eru á að máli verði vísað til barnaverndar er hlutverk kennarans fyrst og fremst
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=