66 EFI UM EIGIN VITNESKJU OG FÆRNI – TILKYNNINGAHEGÐUN FAGFÓLKS 7.3 Margir velkjast í vafa um hvort og hvenær tilkynna á til barnaverndar. Þetta getur stafað af óöryggi eða neikvæðri umfjöllun fjölmiðla. Laskey (2008) bendir á að neikvæð reynsla af tilkynningum geti skaðað samstarf milli skóla og aðila sem kanni málin að tilvísun lokinni. Þegar verst lætur skapist vantraust og skólar noti það sem skýringu til að vísa ekki málum til samstarfsaðila. Laskey mælir með þjálfun, einkum fyrir nýja kennara, til að takast á við þetta. Tilkynningarskyldan hefur lítið verið rannsökuð hér á landi og m.a. tilkynningar fagfólks. Kannanir háskólanema benda til þess að margir leikskólastjórar séu óöruggir um eigið mat á aðstæðum (Hulda K. Eyjólfsdóttir og Tinna Sigurðardóttir, 2005; Friederike H. Berger, 2006; Sigrún Finnsdóttir, 2012). Ýmislegt virðist hindra fagstéttir í að tilkynna til barnaverndar grun um að velferð barns sé í hættu (Erla K. Svavarsdóttir, 2010). Buckley, Horwath og Whelan (2006) rekja marga áhrifaþætti. Þar segir að tilkynningahegðun fagfólks sé í senn „verk höfuðs og hjarta“, þ.e. skýrast bæði af tækni- og tilfinningarökum. Efasemdir fagfólks hafa verið dregnar fram í ýmsum rannsóknum og hér eru nokkur dæmi: Helstu hindranir fagfólks við að tilkynna til barnaverndar, sem nefndar hafa verið, tengjast: Efasemdum um eigin vitneskju og færni • Ég get ekki staðið í þessu ein(n). • Ég get ekki komið mér að því að spyrja. • Hvað geri ég ef barnið svarar já! Þá ríður á að ég bregðist rétt við – og það strax! • Hvað geri ég ef foreldrar/ofbeldismaðurinn neitar? • Hvað ef móðirin styður ekki barnið? • Ótta við að hafa rangt fyrir sér. • Ótta um skort á sönnunum. Gagnkvæm samstarfsskylda hvílir á skólum og barnavernd Grunur er nægjanleg og fullgild ástæða til að tilkynna
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=