63 AÐ SETJA MÁL Í RÉTTAN FARVEG. FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF OG BARNAVERND 7.1 Þegar upp koma vandamál eða áhyggjur vegna velferðar barna í leik- eða grunnskólum, sem umsjónarkennarinn þarf stuðning við að leysa, eru fyrstu skrefin jafnan þau að leita úrræða innan skólans í samræmi við áætlun. Í grunnskólum má leita t.d. leita ráða hjá samkennara, námsráðgjafa eða félagsráðgjafa, sérkennara, stjórnenda, hjúkrunarfræðingi, lausnarteymi, eineltisteymi eða nemendaverndarráði. Í leikskólum liggur beinast við að starfsfólk byrji á því að leita til deildarstjóra og eða stjórnenda skólans. Stundum þarf að sækja úrræði vegna málefnis barns út fyrir skólann þegar bestu lausnir finnast ekki þar en í öðrum tilvikum er þetta tilefni til að leita eftir samvinnu utan skólans. Stærri sveitarfélög reka fjölþættari úrræði fyrir börn en marga grunar, m.a. í frístundastarfi. Í félagsþjónustu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=