Ofbeldi gegn börnum

62 Eftirsóknarverðir eiginleikar nemenda Stuðningur kennara/ skóla felst í Stuðningur foreldra/ heimilis felst í KURTEISI Að vera góðar fyrirmyndir. Að vekja athygli á því þegar aðrir eru kurteisir. Að vera góðar fyrirmyndir. Vekja athygli á því þegar aðrir eru kurteisir. Börnum hrósað þegar þau eru kurteis. ÁBYRGÐ Samvinnunámi. Margvíslegri ábyrgð deilt milli nemenda, t.d. varðandi skólastofuna, móttöku gesta, nýrra nemenda, yngri nemenda o.fl. Að vekja athygli á því sem vel er gert. Umræður um mikilvægi þess að allir taki ábyrgð. Að leggja áherslu á mikilvægi þess að bera ábyrgð. Börnin studd til að taka ábyrgð á afmörkuðum verkefnum heima fyrir, miðað við aldur og þroska. FORVARNIR ÞVERT Á NÁMSGREINAR 6.7 Hér er ekki talað fyrir því að forvarnir gegn ofbeldi verði settar á stundaskrá og kenndar einn til tvo tíma á viku heldur eiga grunngildi lýðræðis og mannréttinda að vera samofin öllum námsgreinum og skólastarfi. Aðferðir sem stuðla að forvörnum gegn ofbeldi geta ekki síður verið einkenni stærðfræðináms en samfélagsgreina. Samræðan ætti að vera í lykilhlutverki í sem flestum kennslustundum ásamt ígrundun og samvinnu allra þeirra ólíku einstaklinga sem starfa saman í skóla án aðgreiningar. Samræðuaðferðinni eru gerð góð skil í fjórða kafla heftis um lýðræði og mannréttindi í ritröð um grunnþætti menntunar (Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012). Samvinnunám er heppileg kennsluaðferð en fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að það skilar nemendum góðum árangri í námsgreinum, eflir félagsfærni og dregur úr fordómum (Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson, 2000; Guðrún Ragnarsdóttir, 2021). Grunngildi lýðræðis og mannréttinda eiga að vera samofin öllum námsgreinum og skólastarfi. Samvinnunám eflir félagsfærni og dregur úr fordómum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=