Ofbeldi gegn börnum

61 hennar, hlustað á hana, sýnt henni skilning og veitt hvatningu. Björg Guðrún er langt frá því að vera eina barnið með slíka reynslu (Guðrún Kristinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Ingibjörg H. Harðardóttir, 2014a). Öll börn hafa þörf fyrir umhyggju í skólanum en allra mest börnin sem standa í svipuðum sporum og Björg Guðrún gerði og hafa jafnvel engan annan að leita til en starfsfólk skólans. Kennarar og annað starfsfólk sem óttast um velferð barna og er á báðum áttum um hvað eigi að gera, ætti að leita til skólastjóra eða barnaverndar jafnvel þó að málið fari ekki í formlegan farveg. Á Íslandi eiga öll börn rétt á að búa við öryggi óháð menningarlegum bakgrunni. Kennari ætti alltaf að hafa velferð barnsins í fyrirrúmi og láta viðeigandi aðila vita af grunsemdum sínum, jafnvel þótt foreldrar gætu litið á slíkt sem afskiptasemi. Líf og heilsa barnsins gæti verið í húfi. FÉLAGSMÓTUN NEMENDA 6.6 Efling lýðræðis er mikilvægur þáttur í forvörnum líkt og mannréttindi og jafnrétti og þarf að vera inngreipt í skólabraginn og allar námsgreinar. Í lögum allra skólastiganna er lögð áhersla á lýðræðishlutverk skólanna og í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla eru lýðræði, mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð skilgreind sem grunnþættir menntunar ásamt læsi, sjálfbærni og sköpun. Í riti um grunnþætti menntunar segir um lýðræði: „Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði“ (Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012, bls. 7–8). Í riti um heilbrigði og velferð segir m.a.: „Í skólum fer fram stór hluti af félagsmótun nemenda, vinna við að efla sjálfsmyndina og rækta góð samskipti við aðra.“ Síðar segir: „Í skólum eru nemendur þjálfaðir í að nýta margbreytilega hæfileika sína, vinna með öðrum, taka tillit til samnemenda og mynda með sér jákvætt og hvetjandi samfélag.“ (Margrét Héðinsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir og Erla Kristjánsdóttir, 2013, bls. 8–9.) Ein leið til að efla félagsfærni er að kennarar og foreldrar setji saman að hausti lista yfir félagsfærni sem þeir telja mikilvægt að nemendur tileinki sér. Við hvern eiginleika sem uppalendur telja mikilvægan er rætt og skráð hvernig hann eflir viðkomandi eiginleika. Listann mætti svo taka upp á vorönninni til að skoða árangurinn. Upphaf listans gæti t.d. litið svona út:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=