60 KENNARAR HAFA ÁHRIF 6.4 Margt skólafólk leggur áherslu á umhyggjuhlutverk skólans og telja umhyggjuna vera meginviðfangsefni hans. Með umhyggju er átt við að þörfum barnsins sé mætt á heildrænan hátt (Noddings, 1984). Hlutverk kennarans er með öðrum orðum víðtækara en kennsla námsgreina. Oft hafa kennarar meiri áhrif á nemendur en þeir gera sér ljóst. Gilligan (1998) benti á að kennarinn geti gegnt sérstaklega mikilvægu hlutverki gagnvart þeim börnum sem eiga við margvíslegan vanda að glíma í einkalífi sínu, t.d. börnum sem búa við ofbeldi heima fyrir. Að hans mati skiptir það oft sköpum að þessi börn treysti kennara sínum og að hann sýni þeim umhyggju. Stundum er skólinn eini griðastaður barns og kennarinn eini fullorðni einstaklingurinn fyrir utan heimilið sem barnið er í reglulegum samskiptum við yfir langt tímabil. Vegna reynslu sinnar í starfi með börnum er hann í betri aðstöðu en flestir aðrir til að greina vísbendingar um vanlíðan nemanda og getur því gripið til viðeigandi ráðstafana. Nordahl (2002) vekur athygli á því að nemandi hafi ekki verið lengi í skóla þegar hann gerir sér ljóst hvaða álit kennarinn hefur á honum. Aðrir nemendur í bekknum verða fyrir áhrifum af viðhorfi kennarans til einstakra barna. Með neikvæðu viðhorfi eða litlum væntingum getur kennarinn ómeðvitað stuðlað að eða samþykkt fordóma í garð einstaklinga eða hópa og jafnvel hunsað vísbendingar um ofbeldi í þeirra garð. Það segir sig sjálft að slíkt getur haft djúpstæð áhrif á félagslega stöðu og tilfinningar viðkomandi nemenda. Þau börn sem eru lágt skrifuð af kennaranum fara því oft á mis við að verða virkir og viðurkenndir þátttakendur í skólasamfélaginu. LÍF OG HUGSANIR BARNS 6.5 Ekkert barn ætti undir nokkrum kringumstæðum að upplifa ofbeldi þó raunin sé því miður önnur. Snemma árs 2014 kom út bókin Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur. Þar lýsir hún uppvexti sínum við aðstæður sem ollu henni kvíða og sálarkvölum og hafa haft áhrif á allt hennar líf. Fyrst og fremst lýsir bókin þó algeru varnarleysi barns. Það hefði ef til vill aðeins þurft eina manneskju, kennara eða einhvern annan fullorðinn sem hefði sýnt henni umhyggju, áunnið sér traust Eitt mikilvægasta verkefni kennara og annars starfsfólks skóla er að stuðla að góðum skólabrag Skólastjóri leiðir eflingu starfsfólks í markvissum forvörnum gegn ofbeldi. Umhyggjuhlutverk kennara og skóla Kennarar og annað starfsfólk ætti alltaf að hafa velferð barns í fyrirrúmi og leita til skólastjóra eða barnaverndar ef grunsemdir vakna um að barn búi við ofbeldi eða vanrækslu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=