Ofbeldi gegn börnum

59 SKÓLABRAGUR 6.2 Samkvæmt gildandi lögum um leik- og grunnskóla, aðalnámskrám beggja skólastiga frá 2011 og 17. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 ber starfsfólki skóla að tryggja öllum börnum öruggt umhverfi og stuðla að velferð þeirra í samráði við foreldra. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er lögð áhersla á kennsluhætti sem einkennast af virðingu fyrir einstaklingnum en með því móti er stuðlað að öryggi og velferð nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að góður skólabragur er meginforsenda þess að nemendur búi við öruggt umhverfi í skólanum (Skolverket, 2011; AERA, 2013). Það er því eitt mikilvægasta verkefni kennara og annarra starfsmanna að stuðla að góðum skólabrag; með skólabrag er átt við það sem einkennir dæmigerð samskipti og gildi skólans, bæði skráð og óskráð. Pestalozzi-verkefninu er ætlað að hrinda í framkvæmd menntaáætlun Evrópuráðsins en verkefnið gengur út frá því að forvarnir gegn ofbeldi felist í að aðilar skólasamfélagsins standi saman að uppbyggingu og viðhaldi góðs skóla- og bekkjarbrags. Sjá nánar Pestalozzi-verkefnið. Sameiginlegur skilningur þarf að ríkja á því hvað skuli einkenna skólabrag viðkomandi skóla. HEILDSTÆÐ NÁLGUN SKÓLANS 6.3 Í skóla sem vinnur markvisst gegn ofbeldi eru forvarnir samofnar skólanámskrá og öllum námsgreinum. Skólastjórinn leiðir eflingu starfsfólksins með fræðslu, samræðu og þjálfun, enda á starfsfólkið að vera fyrirmyndir nemenda, ekki aðeins með því að segja þeim hvernig sé rétt að haga sér heldur með því að sýna þeim það í verki í öllum samskiptum og umræðum. Nauðsynlegt er að allt starfsfólk njóti þessarar fræðslu og viti hvernig á að bregðast við ef það verður vart við ofbeldi eða ef nemandi leitar til þess með upplýsingar um ofbeldi, því barn getur allt eins sagt stuðningsfulltrúa eða starfmanni í mötuneyti frá ofbeldi sem það býr við eins og umsjónarkennara. Markmiðið er heildstæð vinnubrögð og skýrir verkferlar sem allir þekkja og fylgja. Ábyrgð allra þarf að vera ljós og hvert þeir geta leitað eftir ráðgjöf. Fylgni er á milli námsárangurs, líðanar og jákvæðs andrúmslofts í skóla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=