Ofbeldi gegn börnum

54 • Að börn geri sér ljóst hvers vegna er varasamt að treysta ókunnugu fólki á netinu. • Að börn viti að svokallaðir algóritmar sjá um að raða og flokka niðurstöðurnar til þess að auka líkurnar á því að við finnum það sem við leitum að. Algóritmar byggja m.a. á því sem við höfum áður skoðað, lesið og deilt á netinu. • Að börn geri sér ljóst að algóritmar eru ekki hlutlaus verkfæri heldur forritaðir í ákveðnum tilgangi og þeim er ætlað að hafa tiltekin áhrif. BÖRN OG UNGMENNI SEM VERÐA FYRIR STAFRÆNU OFBELDI 5.8 Enda þótt miðlalæsi barna geti verið mikilvæg forvörn gegn stafrænu ofbeldi þurfa foreldrar, kennarar og aðrir sem taka þátt í menntun og uppeldi barna og ungmenna, að halda vöku sinni, vera til staðar og grípa inn í þegar á þarf að halda. Gera má ráð fyrir að áhrifum stafræns ofbeldis svipi til áhrifa annarskonar ofbeldis. Að miklu leyti má því styðjast við leiðbeiningar um viðbrögð við ofbeldi sem eru í þessari bók. Það getur flækt málin þegar sá sem beitir ofbeldinu og sá sem fyrir því verður eru ekki í sama skóla og því getur reynst flókið að ná til þess sem ofbeldinu beitir. Jafnvel getur verið um fullorðna einstaklinga að ræða. Þegar það á við þarf, í samráði við foreldra, að leita aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga einkum hjá barnavernd, lögreglu og/eða skólaþjónustu. Úrvinnsla stafræns kynferðisofbeldis getur verið vandasöm og tekið langan tíma því að myndefni, þegar um það ræðir, er oft í dreifingu og aðgengilegt á netinu í mörg ár og sá sem myndin er af veit aldrei hvar og hvenær myndirnar geta birst, í hvaða aðstæðum eða samhengi. Því er ekki ólíklegt að kvíði geti komið fram löngu eftir brot og fylgt þeim sem brotið var á í langan tíma. Mikilvægt er foreldrar og aðrir sem að uppeldi barnsins koma séu meðvitaðir um þessa ógn. VERND BARNA GEGN SKAÐLEGU MYNDEFNI 5.9 Ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu ber að stuðla að ábyrgri notkun barna og ungmenna á því sem snertir upplýsingasamfélagið og hvetja fjölmiðlaveitur, mynddeiliveitur og önnur netfyrirtæki til að berjast gegn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=