52 að lýsa upplifun sinni af því. Þriðjungi nemenda í 8.-10. bekk fannst viðbjóðslegt að fá slík skilaboð og 11% til viðbótar sögðust hafa fundið fyrir hræðslu. Strákar eru hins vegar mun líklegri til að finnast kynferðislegar athugasemdir á netinu spennandi og/eða „líka“ við þær, sérstaklega strákum í framhaldsskóla. Um þriðjungur stráka (34%) merkir við að líka við þær en aðeins 3% stelpna. (Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ, 2022). FALSFRÉTTIR 5.5 Falsfréttir er hugtak sem er oft notað um efni sem hefur á sér yfirbragð fréttar en er að hluta eða í heild uppspuni. Að auki er mikilvægum upplýsingum stundum sleppt til að sýna einhliða mynd af viðfangsefninu. Oft er röngum og misvísandi upplýsingum dreift af ásetningi. Tilgangurinn getur verið að græða peninga, svindla, hafa áhrif á pólitískar skoðanir eða skapa ósætti í samfélaginu (Fjölmiðlanefnd.is, án ártals). Með ósætti í samfélaginu getur m.a. verið átt við óréttmætar ásakanir eða fullyrðingar sem ala á tortryggni eða reiði gagnvart tilteknum einstaklingum, hópum eða aðgerðum. Ef markamá svör nemendanna er mikið um falsfréttir á netinu en rúmlega helmingur grunnskólanemenda í 8.–10. bekk taldi sig hafa séð falsfréttir á netinu sl. ár og enn fleiri þeirra sem eru framhaldsskólum. Falsfréttir eru oft vandlega dulbúnar m.a. sem staðreyndir eða vísindi. Þannig má ætla að meira sé um falsfréttir en þátttakendur höfðu komið auga á. LEIÐSÖGN BARNA Í STAFRÆNUM HEIMI 5.6 Börn hafa sérstaka þörf fyrir leiðsögn í stafrænu umhverfi og vernd gegn skaðvænlegu efni. Börn eiga eftir að þróa að fullu gagnrýna hugsun og eru því móttækilegri fyrir ýmiss konar boðskap og upplýsingum. Því ber að taka sérstakt tillit til barna þegar um er að ræða gagnvirka og stafræna vöru eða þjónustu. Þetta á t.d. við um þegar notkun er háð því að börn gefi upp viðkvæmar persónuupplýsingar eða sendi ljósmyndir af sér. Við mat á því hvort efni geti haft skaðvænleg áhrif þarf að líta til tilfinningalegs og vitsmunalegs þroska barna sem tekur stöðugum breytingum. Með auknum aldri og þroska barna eykst geta þeirra til Miðlalæsi gerir notendum fjölbreyttra miðla kleift að nýta sér þá á öruggan og skilvirkan hátt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=