51 Nálægt 20% barna í 8.–10. bekk höfðu séð hatursskilaboð sem beindust að einstaklingum eða hópum og áætlun um slagsmál. Hlutfallið var heldur hærra meðal framhaldsskólanemenda. Nær tveir af hverjum tíu nemenda í 8.-10. bekk höfðu séð umræður um að skaða sig (Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ, 2022). Sjálfskaði er túlkaður sem ofbeldi gegn eigin persónu. Milli 20 og 30% nemenda í 4. bekk og í eldri árgöngum grunnskóla hafa á undanförnu ári sagst hafa upplifað að einhver skrifaði ljótar athugasemdir um þá á netinu, á samfélagsmiðlum eða í tölvuleikjum. Eilítið færri segjast hafa upplifað að einhver hafi verið vondur við þá eða lagt þá í einelti á netinu, í farsíma eða leik. Einum af hverjum fjórum strákum á unglingastigi eða í framhaldsskóla hefur verið hótað á netinu, í símanum eða tölvuleikjum. Hlutfallið er heldur lægra í 4.–7. bekk. Stelpur verða síður fyrir þess konar hótunum í öllum aldurshópum (Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ, 2022). Niðurstöður Rannsóknar og greininga (2021) sýna aftur á móti að fleiri stelpur á miðstigi hafi fengið send særandi og ljót skilaboð á netinu en strákar. KLÁM OG KYNFERÐISLEGAR ATHUGASEMDIR 5.4 Klám er meðal þess netefnis sem börn og ungmenni hafa greiðan aðgang að. Börn eru oft afar ung þegar þau sjá klám í fyrsta sinn því að það birtist gjarnan óumbeðið þegar þau eru á netinu, t.d. á leikjasíðum, á leitarsíðum o.fl. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8.–10. bekk segjast hafa horft á klám á netinu en 7 af hverjum 10 í framhaldsskólum Tvöfalt fleiri strákar en stelpur horfa á klám (Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ, 2022). Afar líklegt má telja að hluti þessara barna hafi byrjað að sjá klám áður en þau koma í 8. bekk. Hlutfall stráka í 8. til 10. bekk sem skoða klám á netinu eykst hratt. Þannig horfa sjö strákar í 8. bekk á klám 3–5 sinnum í viku en tuttugu og einn strákur í 10. bekk horfir á sama magn. Mikill munur er á því hvort börn horfi á klám eða séu reglulegir neytendur kláms, meira en helmingur stráka í 10. bekk (55%) telst vera reglulegur neytandi að klámi og horfir þannig einu sinni í viku til nokkrum sinnum á dag á klám (Rannsóknir og greining, 2021). Leiða má að því líkum að áhorf barna og ungmenna á klám, einkum reglulegt áhorf, geti haft mikil áhrif á viðhorf og hugmyndir þeirra um kynlíf og náin sambönd, ekki síst þegar um ofbeldisfullt klám er að ræða. Um helmingur þátttakenda sem fengu kynferðislegar athugasemdir á netinu svaraði því að þeim hefði verið sama þegar þeir voru beðnir um
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=