Ofbeldi gegn börnum

46 GAGNLEGAR SLÓÐIR 4.5 Vert er að vekja athygli á vefjum sem fjalla um leiðir til að fást við einelti og samskiptavanda í skólum. Gátlisti um gerð áætlana gegn einelti er á heimasíðu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hjá Menntamálastofnun er vefur er kallast Stöndum saman! Þar er að finna efni um hvert sé best að leita eftir upplýsingum ef grunur leikur á einelti. Heimili og skóli gerði í samvinnu við Vöndu Sigurgeirsdóttur fyrrum lektors við HÍ Handbók um einelti og vináttufærni. Handbók um einelti. Á vef Barnaheilla má finna verkefnið Vinátta. Verkefnið er einkumætlað leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskólans og byggir á rannsóknum á aðgerðum gegn einelti. Verkefnið vinátta. Íslensk myndbönd um einelti eru aðgengileg á menntastefnuvef skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Einelti myndbönd. Í kjölfar skýrslunnar Geðfræðsla í grunnskólumReykjavíkur (maí 2108) tók Guðrún Gísladóttir saman fræðsluefni um geðfræðslu og forvarnir á grunnskólastigi. Mörg þessara verkefna henta vel til að efla forvarnir gegn einelti. Geðfræðsla í grunnskólum – tillögur að kennslu- og fræðsluefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=