45 AÐ GREINA MILLI EINELTIS OG ANNARRA AÐSTÆÐNA 4.4 Eins og áður hefur komið fram snýst það að skilja einelti um fleira en að greina þá sem leggja í einelti og þá sem fyrir því verða. Það snýst um að greina mynstrið í hópnum, að líta á innbyrðis samskipti nemenda og stöðu þeirra. Einelti varðar allan hópinn og baráttan við einelti í skólanum fjallar að miklu leyti um að breyta samskiptum nemenda. Einelti snýst með öðrum orðum ekki um viðkvæma nemendur heldur um nemendur sem eru gerðir viðkvæmir í samfélaginu sem þeir tilheyra. Dæmi um hættumerki í hópum er þegar: • stríðnin er ekki skemmtileg • erfitt er að finna lausnir á ágreiningsmálum • einhverjir eru skipulega útilokaðir • öryggi skortir í hópnum og ekkert jákvætt sameinar hann • umburðarlyndi er takmarkað • samkennd er ekki til staðar • ójafnvægi er í félagslegri stöðu innan hópsins • einmana nemendur eru í hópnum. Myndin hér fyrir neðan sýnir mörkin milli venjulegra daglegra samskipta (ysti hringur); aðstæðna sem líkjast einelti (miðhringur); yfir í eineltistilvik (innsti hringur). Verklagsreglur (eineltisáætlun) skóla ætti að virkja áður en samskipti nemenda hafa þróast yfir í miðhringinn. Dagleg minniháttar átök – einstök tilvik. Tilvik sem líkjast einelti, óljóst hvort tiltekin börn eru lögð í einelti en óöryggi, valdaójafnvægi, spenna og stigveldisröðun (yfirráð ákveðinna) er í gangi meðal nemenda. Einelti liggur fyrir. Einn eða fleiri eru útilokaður úr hópnum. Regluleg tilvik beinast að sama nemanda eða sömu nemendum. Heimild: (Dansk center for undervisningsmiljø, 2021)
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=