39 Lærðu meira Sumt af því sem hér stendur byggir á ráðleggingum tveggja þaulreyndra sérfræðinga, barnasálfræðings og sérkennara (Raundalen og Schultz, 2008). Sumir kunna að vilja læra meira í þessum efnum, t.d. um hvernig á að byrja, fylgja eftir og enda svona umfjöllun. Hægt er að sækja námskeið eða lesa sér til um það, t.d. er á bókasafni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands mikið efni. Netið er einnig notadrjúgt, þó að þar eins og annars staðar þurfi að nota aðeins traustar heimildir. Börnin þekkja til ofbeldis Mikilvægt er að kennarar ræði við börn um ofbeldi af ýmsu tagi, því að börn heyra talsvert um það á netinu, í fjölmiðlum og daglegu lífi og hafa skoðanir á því (Guðrún Kristinsdóttir, o.fl., 2014). Munum að sum börn reyna að segja frá ofbeldinu og kvarta yfir því að ekki hafi verið hlustað á þau. Aftar í handbókinni er sérstakur kafli um viðtöl við börn sem getur gagnast í þessu sambandi. Ýmis svör við spurningunni um hvernig kennarar geta talað við börn um ofbeldi eiga við um aðrar gerðir illrar meðferðar á börnum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=