35 Einna mest hefur verið fjallað um kynferðisofbeldi opinberlega hér á landi á undanförnum árum samanborið við önnur form. Það er þó ekki algengasta gerð illrar meðferðar sem tilkynnt er til barnaverndar (sjá Barna- og fjölskyldustofa undir liðnum „Útgefið efni“). Ástæður þessa geta verið nokkrar og ein er trúlega sá rammi sem settur var um rannsóknir á kynferðisbrotum, m.a. með stofnun Barnahúss. Hér er því miður engin slík sérhæfð miðstöð fyrir aðra illa meðferð á börnum þótt þörfin sé vissulega fyrir hendi.22 Einnig getur verið að kynferðisofbeldi veki meiri hneykslan og tilfinningalegu umróti en önnur form. Brýnt er að yfirvöld beini athygli sinni og aðgerðum að öðrum ofbeldisformum, í samræmi við alvarleika þeirra. Ofbeldi gegn börnum á heimilum og í öðrum nánum samskiptum þeirra sem eru tengdir nánum böndum fer oft leynt en þögnin um kynferðisofbeldi er e.t.v. mest. Fyrsta skrefið í forvörnum er að fagfólk brjóti þagnarmúrinn og er það einmitt eitt af markmiðum Vitundarvakningarinnar. Kynferðisfræðsla og miðlun upplýsinga um hjálparleiðir eru raunhæfar forvarnir og hún þarf að ná til fagfólks ekki síður en til barna. Meðal annars þarf að ná til barna og unglinga sem brjóta kynferðislega á öðrum börnum. Flest þeirra vita að þau eru að gera rangt og vilja fá hjálp og ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Rannsóknir sýna að umtalsverður hluti þeirra barna er undir 18 ára aldri (Regeringen, 2011). Þau þurfa sérhæfðari inngrip en skólinn getur veitt. Það er eigi að síður brýnt að huga að þörfum þeirra. Hér á landi er í boði sálfræðiþjónusta vegna óæskilegrar kynhegðunar barna og unglinga og getur barnavernd sótt um hana. Mikilvægt er að börn njóti samsvarandi þjónustu vegna annars ofbeldis sem þau eru beitt. Þó að kynferðisofbeldi sé ótvírætt alvarlegt og refsivert á það einnig við um aðrar gerðir illrar meðferðar á börnum. Margs konar fræðsla um kynferðisofbeldi fyrir börn hefur verið reynd í skólum. Mat á henni hefur sýnt að þekking barna eykst, þau læra hvernig má verja sig og sumar rannsóknir benda til þess að þau segi þá frekar frá ofbeldinu. Erlendis hefur þó ekki verið sýnt fram á tengsl á milli slíkrar fræðslu og fækkunar kynferðisbrota gegn börnum (Miller-Perrin og Perrin, 2012). Þetta hefur ekki verið rannsakað hér á landi svo vitað sé. Áhrif kynferðis- ofbeldis á börn til lengri og skemmri tíma Fyrsta skrefið í forvörnum gegn ofbeldi í garð barna er að brjóta þagnarmúrinn 22 Barna- og fjölskyldustofa sinnir líka öðrum tegundum ofbeldis ef mál eru til meðferðar hjá lögreglu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=