Ofbeldi gegn börnum

34 Einkenni um kynferðislegt ofbeldi gegn barni eru líkamleg og hegðunarleg. Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir (2013) fjölluðu um einkenni kynferðisofbeldis kynferðislega hegðun og leiki barna. Kynferðisofbeldi til að ná kynörvun er ein tegund valdbeitingar sem hefst með tælingu og oft með því að sá sem beitir ofbeldinu kemur vinsamlega fram við barnið. Hluti af henni er að fá barnið til að þegja yfir ofbeldinu, t.d. með umbun. Þetta leiðir til þess að ofbeldið fer dult. Sá sem tælir barnið gefur sér oft góðan tíma til að kynnast því og ná trausti þess. Hann getur því orðið mikilvægur í lífi barnsins. Það er brýnt að skilja þetta ferli til að geta bundið endi á ofbeldið (Regeringen, 2011). Ef ofbeldið heldur áfram, sem virðist algengt, getur það þróast yfir í valdbeitingu (Miller-Perrin og Perrin, 2012). Þar koma m.a. til yfirlýsingar um að ef barnið segi frá muni ofbeldismaðurinn deyja, fara í burtu eða jafnvel lenda í fangelsi. Dæmi um skammtímaáhrif kynferðisofbeldis21 Dæmi um langtímaáhrif kynferðisofbeldis óeðlileg kynferðisleg hegðun þunglyndi streitueinkenni kvíði erfiðleikar með svefn hegðunarvandkvæði líkamleg áhrif, t.d. maga- og höfuðverkur heilsufarsvandi, svo sem krónískir verkir og offita erfiðleikar við að mynda náin tengsl við aðra misnotkun fíkniefna eða áfengis Ung börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sýna oft einbeitingarleysi en námsörðugleikar koma fram á öllum skólastigum. Sum sýna ekki einkenni, a.m.k. ekki til skamms tíma. Afleiðingar kynferðisofbeldis fyrir barn eru þó yfirleitt miklar og fylgja oft einstaklingnum um aldur og ævi. Á síðari árum hefur athygli manna beinst að blekkingum, gjöfum og tælingu, þar sem upplýsingatækni er notuð í kynferðislegum tilgangi til að misnota börn. Um það er fjallað síðar í ritinu. Ef hegðun gagnvart barni er gerð í þeim tilgangi að ná kynferðislegri örvun er um kynferðis- ofbeldi að ræða 21 Öll þessi einkenni geta líka átt við um aðrar tegundir vanrækslu og ofbeldis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=