Ofbeldi gegn börnum

32 sár, skrámur og mar. Eðlilegir áverkar hjá börnum koma fram á hnjám, sköflungi, olnboga, enni, nefi og höku. Þá er eðlilegra að áverkar sjáist framan á líkamanum en aftan á. Framan á líkamanum er grunnt á bein og því verða áverkar í leik oftast sýnilegir þar. Óeðlilegt er að marblettir séu á mjúkvef eins og á lærum, rasskinnum og kinnum. Mar á brjóstkassa og baki barns er einnig athugunarvert. Brunasár geta verið eftir sígarettu en þau geta líka stafað frá ofni eða straujárni. Það sem vekur oft grun annarra er: • Staðsetning skaðans. • Endurteknir áverkar. • Hegðun eða aldur barns. • Ósamræmi milli útskýringa á slysi og áverka hjá barni og eða foreldri. Ýmis merki um líkamlegt ofbeldi er erfitt eða ómögulegt að sjá með berum augum. Þetta á til dæmis við um höfuðhögg hjá smábörnum og sérstaklega ungbörnum. Fall eða slæmt höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar, til dæmis flogaveiki, lömun eða þroskahömlun. Leynda eða illgreinanlega áverka geta sérfræðingar athugað með rannsóknum og koma þeir þá stundum í ljós, t.d. gömul beinbrot eða merki um mar á innri líffærum. Oft uppgötvast slíkir skaðar ekki fyrr en síðar og þá stundum af tilviljun og má þá tengja við önnur ofbeldisverk sem barnið hefur orðið fyrir. Athugun á tilkynningum um líkamlegt ofbeldi til barnaverndar sýndi að ung börn sem eldri eru beitt margvíslegu líkamlegu ofbeldi og var algengt að kynforeldrar gerðu það (Steinunn Bergmann, 2010). Niðurstöður bentu til þess að líkamlegt ofbeldi fengi of litla athygli. Þannig virðast slík ofbeldismál duldari hér en víða erlendis og viðurkenningu skorta á tilvist þess og greiningu á áverkum barna. Þetta dregur þá úr líkum á því að þessi mál séu athuguð. Hlutfall tilkynninga til barnaverndar um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum virðist hafa staðið í stað á undanförnum árum (Uppfærsla, Guðrún Kristinsdóttir 2021, óbirt, e.d.).20 Staðsetning áverka er meðal þess sem getur vakið grun um líkamlegt ofbeldi 20 Byggt á athugun höfundar á hlutfalli af öllum tilkynningum til barnaverndarnefnda í skýrslum Barnaverndarstofu 2006–2019.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=