Ofbeldi gegn börnum

31 LÍKAMLEGT OFBELDI Með líkamlegu ofbeldi er átt við að slá barn með hendi, staf, ól eða öðrum hlut, löðrunga, sparka, hrista, kasta því, kæfa, brenna, stinga eða særa barn með vopni (Miller-Perrin og Perrin, 2012). Einnig þarf að nefna að binda barn niður eða loka það inni sem er dæmi um skörun andlegs og líkamlegs ofbeldi. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna skilgreinir líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum (sjá m.a. í Steinunn Bergmann, 2010). Áhrif líkamlegs ofbeldis eru áverkar, afmyndun, fötlun og í versta falli dauði. Áhrifin geta líka verið geðræn eða vitsmunaleg, hegðunar- eða félagsleg. Árásargirni og svonefnd andfélagsleg hegðun19 eru talin einna algengustu einkenni hjá börnum sem beitt eru líkamlegu ofbeldi (Miller-Perrin og Perrin, 2012). Jafnframt er algengt að börn byrgi vanlíðan sína inni og að þau eigi erfitt tilfinningalega og í samskiptum, svipað og nefnt var um andlegt ofbeldi, s.s. vinafæð þeirra. Barnið getur borið merki líkamlegs ofbeldis, eins og t.d. marbletti, brunasár eða beinbrot sem það og/eða foreldrar reyna að fela og eiga erfitt með að útskýra á trúverðugan hátt. Hins vegar er ekki alltaf um sjáanlega áverka að ræða, þó að ofbeldið sé alvarlegt. Líkamlegar refsingar teljast til þessa ofbeldis, enda er slíkt til þess fallið að valda börnum andlegu (og líkamlegu) tjóni. Einkennin eru ýmist sýnileg eða ósýnileg Mikilvægt er að allir og m.a. starfsfólk skóla átti sig á því að merki um líkamlegt ofbeldi eru ýmist sýnileg eða ósýnileg. En hvernig getum við vitað hvort barn hefur slasast óvart eða vegna líkamlegs ofbeldis? Til eru nokkrar leiðir til að greina þetta. Frá því að börn byrja að hreyfa sig úr stað detta þau, reka sig í og meiða sig, sem eykst svo enn þegar þau byrja að ganga. Með því að kynna sér afleiðingar hefðbundinna slysa má átta sig á hvaða meiðsl eru líkleg til að stafa af almennri slysni eða af leik barna og jafnframt á því hvernig óeðlilegu meiðslin líta út. Þá er mikilvægt að huga að þroskastigi/aldri barns með tilliti til eðlis meiðslanna. Það er til að mynda óeðlilegt að barn sem ekki er byrjað að ganga sé með 19 Orðalagið „andfélagslegur“ vekur spurningu um ábyrgð samfélagsins, s.s. bent er á í fötlunarfræðum, hver býr til fötlunina; aðstæður eða viðkomandi einstaklingur (Rannveig Traustadóttir, 2021).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=