Ofbeldi gegn börnum

29 nema kemur fram að kennara skorti þekkingu og þjálfun til að taka á henni í grunn- og leikskólum. Enn ein tegund vanrækslu snýr aðmenntun barns (e. educational neglect). Íslensk lög kveða á um skyldu foreldra til að afla barni sínu fræðslu, menntunar og starfsþjálfunar í samræmi við hæfileika þess og áhugamál (Barnalög, nr. 27, 2003). Skortur á þessu getur leitt til afskipta yfirvalda (Barnaverndarlög, nr. 80, 2002; Lög um grunnskóla, nr. 91, 2008). Slík vanræksla felst m.a. í því að skrá barnið ekki í skóla, að fylgjast ekki með mætingum og ástundun eða að halda barni heima vegna ólögmætra ástæðna, s.s. til að gæta systkinis eða til að vinna og loks að gæta ekki að námslegum sérþörfum barns (Miller – Perrin og Perrin, 2007). ANDLEGT OFBELDI Andlegt/tilfinningalegt ofbeldi á heimili felst í því að hafna barni eða einangra, niðurlægja eða hunsa, eða í annarri hegðun sem umsjáraðili barns beitir og sem veldur sálrænum skaða. Ofbeldi af andlegum toga nær jafnframt yfir hótanir um barsmíðar, kynferðisofbeldi eða að barnið verði yfirgefið og á við um aðra misbeitingu, s.s. að neita barni um umhyggju, mat, svefn eða aðrar nauðsynjar í refsingarskyni (MillerPerrin og Perrin, 2012). Sífelldar átölur og að öskrað er á barnið eru dæmi um andlegt ofbeldi. Að binda barn niður eða loka það inni felur í raun í sér andlegt ofbeldi auk þess að vera líkamleg misbeiting og er skýrt dæmi um hvernig undirflokkar misbeitingarinnar skarast. Andlegt ofbeldi er það form ofbeldis gegn börnum sem einna erfiðast er að skilgreina og greina. Áhrifin á barnið sjást fyrst og fremst í: • slakri eða brotinni sjálfsmynd barns • vantrú á eigin getu Algengustu andlegar afleiðingar eru háðar aldri að hluta til en geta birst sem samskiptavandi, erfiðleikar með vinatengsl, skert félagsfærni, depurð, að draga sig í hlé, lágt sjálfsmat, námsvandi og margvísleg tilfinninga- og hegðunarvandamál (Miller-Perrin og Perrin, 2012). Önnur einkenni geta verið verkkvíði, skoðanaleysi, viljaleysi og hlédrægni. Andlegu ofbeldi er stundum beitt einu eða það samtvinnast öðru, t.d. líkamlegu ofbeldi og vanrækslu fylgir oft hunsun. Kennarar og aðrir fullorðnir sem barn á í reglulegum samskiptum við geta skipt sköpum í lífi barns sem býr við ofbeldi Vanræksla fellur undir illa meðferð á börnum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=