27 en marga grunar. Graham – Bermann o.fl., (2011); Iwaniec, Larkin og Higgins, (2006) og Edleson (1999) eru meðal þeirra sem hafa bent á að margir félagslegir og sálrænir þættir hafi jákvæð áhrif á hversu vel börn takast á við álag af því að búa við ofbeldi. Þar er t. d. átt við sjálfsmynd barns, trú á eigin getu, eiginleika þess til að takast á við álag (e. coping) og tengsl við aðra fullorðna en ofbeldismanninn. Þegar þessir þættir eru veikburða hjá barni er almennt talað um það búi við áhættu, sem getur bæði snúið að fari þess eða nærumhverfinu. Hefur verið nefnt að kennarar og íþróttaþjálfarar geti veitt mikilvægt mótvægi í erfiðu lífi barnanna. Þannig vegi verndandi þættir að hluta til upp á móti slíkri hættu. Engu að síður er of lítið vitað um hvað eykur eigin seiglu barnanna eða ráð gegn mótlæti en þekking á því myndi ótvírætt ýta undir þróun forvarna (Kimball, 2015). ALGENG FORM ILLRAR MEÐFERÐAR 3.3 Á BÖRNUM Vart þarf að taka fram að vanræksla og allt ofbeldi gegn barni er refsivert (Barnaverndarlög, nr. 80, 2002). Þekktustu form ofbeldis gegn börnum eru andlegt, kynferðislegt, líkamlegt og stafrænt ofbeldi. Vanræksla fellur undir illa meðferð á börnum, samanber hið þekkta hugtak „ofbeldi og vanræksla“ (e. child abuse and neglect eða CAN). Í umfjöllun um börn og misbeitingu gegn börnum eru flokkanir algengar (Miller-Perrin og Perrin, 2012). Þær eru eðli máls samkvæmt einfaldanir og háðar skýringarlíkönum (NOU, 2003). Hafa skal í huga að sjálfgæfara er að um eina gerð misbeitingar sé að ræða (Christoffersen o. fl. , 2013). Eftirfarandi kaflar fjalla þó aðskilið um þessi algengu form í stuttu máli. VANRÆKSLA Vanræksla er eins og felst í orðinu að láta eitthvað ógert, vanhirða eða hirðuleysi. Vanræksla sem felst í skorti á góðum aðbúnaði er t.d. þegar barn fær ekki mat, fatnað, daglega umhirðu, eftirlit og vernd. Vanhirða getur verið andleg og líkamleg og mismikil. Hún getur stafað af vangetu foreldra til að ala nauðsynlega önn fyrir barni þannig að það þroskist eðlilega eða að foreldrarnir hafi nóg með sig og sín vandamál. Barnið er tilfinningalega ónógt, foreldrar pirraðir, láta sér fátt um það finnast, eru heilsuveilir eða skortir aðstæður til að ala upp barn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=