Ofbeldi gegn börnum

23 minni háttar eða 76.2% og er þá átt við högg eða spörk á efri hluta líkamans. Af því voru högg á höfuð, andlit og háls 37%. Í 9.8% tilvika var um kyrkingu ræða (Drífa Jónasdóttir o.fl., 2020). Vart þarf að taka fram að kyrking, sem áður var oft nefnd kverkatak, er lífshættuleg árás, eins og kann að vera um fleira í þessu sambandi. Þar sem úrtakið er sértækt er ekki hægt að alhæfa um tíðni heimilisofbeldis á grunni þessarar könnunar. Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds (2010) könnuðu tíðni, form og umfang ofbeldis gegn konum ítarlega með spurningalista.14 Fram kom að 30% kvenna (miðað við mannfjöldatölur frá 2008) höfðu upplifað líkamlegt ofbeldi af hálfu maka eða sambúðaraðila og um 22% sögðust hafa búið við ofbeldi í nánu sambandi um tíma frá 16 ára aldri. Niðurstöðurnar sýndu að sum börn búa við og verða vitni að ofbeldi á heimilum. Sagði þrír fjórði hluti kvenna sem svaraði spurningu þar að lútandi að barn hefði verið á heimilinu þegar síðasta ofbeldisatvik átti sér stað. Í rannsókn á ofbeldi og átökum í fjölskyldum og tengslum við líðan og heilsufar sögðust 7% svarenda hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimilinu.15 Það var fátíðarameðal unglinga sem bjuggu hjá foreldrum með lengri menntun og betri fjárráð (Geir Gunnlaugsson, o. fl., 2011). Þunglyndi, reiði og kvíði var einnig algengarimeðal þeirra. Erlendar rannsóknir hafa þó ekki sýnt óyggjandi fram á tengsl efnahags og menntunar við heimilisofbeldi. Í athugun semsýndi tíðni kynferðislegrarmisnotkunar á börnumsögðust um 23% stúlkna hafa verið misnotaðar fyrir 18 ára aldur og um 8% drengja.16 Um helmingur þeirra sem misnotuðu börnin voru karlar sem tengdust fjölskyldunni á einhvern hátt en voru ekki feður þeirra (Hrefna Ólafsdóttir, 2011). Svarhlutfall var lágt en niðurstöður byggðu á stóru slembiúrtaki. Sterkar vísbendingar eru um að börn hér á landi þekki sjálf til ofbeldis á heimilum. Þetta kom fram í könnun meðal skólabarna í 4.–10. bekk.17 Um 70% barna og 94% unglinga sögðust þekkja orðið heimilisofbeldi (Ingibjörg H. Harðardóttir o.fl., 2014). Af bakgrunnsþáttum hafði eigin vitneskja um ofbeldi á heimili skýrust tengsl við svör þátttakenda. Hærra hlutfall barna, sem sagðist þekkja einhvern sem hefði orðið fyrir ofbeldi á heimili, taldi karla og konur verða fyrir því samanborið við börn sem ekki sögðust þekkja neinn með þá reynslu. Einnig kom fram að fleiri unglingar er sögðust þekkja einhvern sem hefði verið beittur ofbeldi á heimili töldu ofbeldi á heimili algengara en aðrir. Erfitt er að fullyrða um orsakir þessa munar á svörum barna og unglinga. Þau sem þekkja til 14 Tekið var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá meðal kvenna á aldrinum 18–80 ára á öllu landinu. 15 Hún náði til 3500 unglinga á aldrinum 14–15 ára. 16 Um var að ræða 1500 manna úrtak. 17 Úrtakið náði til ríflega 1100 barna í þrettán grunnskólum víða um land.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=