Ofbeldi gegn börnum

22 Heimilisofbeldi er yfirleitt ekki einstakur atburður heldur ferli og kerfisbundin hegðun sem er undir samfélagslegum áhrifum. Í þessari valdbeitingu getur falist ofstjórn, eftirlit, tilburðir til einangrunar eða kúgunar af ýmsu tagi og ofsóknir. Tölur frá nágrannalöndum staðfesta að heimilisofbeldi snertir mörg börn og það er talið alvarlegur lýðheilsuvandi (Hafstad og Augusti, 2019, Eriksson, Bruno og Näsman, 2013; Radford o.fl., 2011). Tíðni ofbeldis sem börn upplifa í bernsku er ólík eftir menningu og aldursskeiðum barna (United Nations Children’s Fund, 2017). Því hefur verið haldið fram að heimilisofbeldi sé vanskráð í rannsóknum enda finnst svarendum yfirleitt erfitt að viðurkenna það. En rannsóknir sýna að traustar niðurstöður er hægt að fá með því að spyrja börn og foreldra um reynslu af illri meðferð. Þó að það geti virst andstæðukennt að spyrja foreldra um þetta er samkvæmni staðfest milli svara þessara beggja hópa (Everson o.fl., 2008; Mullender o.fl., 2002). Því miður er sjaldgæfara að börn séu spurð um ofbeldið í rannsóknum en foreldrar þeirra (Rydström o.fl., 2019). Enginn vafi leikur á því að heimilisofbeldi er til staðar hér á landi. Þetta hefur aðsókn að Kvennaathvarfinu í Reykjavík sýnt allt frá opnun þess árið 1982, svo og starf annarra samtaka sem beita sér gegn nauðgunum og sifjaspellum, s.s. Bjarkarhlíð, Neyðarmóttakan, Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Drekaslóðir í Reykjavík, Aflið og Bjarmahlíð á Akureyri. Á síðari árum hafa verið stigin skref til að veita körlum aðstoð hjá Stígamótum, samtökunum Heimilisfriður og Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Fáar rannsóknir eru til hér á landi á heimilisofbeldi og hafa þær flestar beinst að högum kvenna (Ingólfur V. Gíslason 2008; Erla K. Svavarsdóttir 2010). Sárlega vantar rannsóknir á heimilisofbeldi sem snýr að körlum (Guðrún Kristinsdóttir og Jón Ingvar Kjaran, 2021a, b; Freydís Jóna Freysteinsdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir, 2016). Engin ný tíðnikönnun á heimilisofbeldi liggur fyrir sem gerð hefur verið á almennu þýði. En nefna má nýja könnun á tíðni og eðli heimilisofbeldis í nánum samböndum sem byggði á heimsóknum kvenna 18 ára og eldri á Landspítala háskólasjúkrahús vegna ofbeldis núverandi eða fyrrverandi maka. Hún náði til áranna 2005–201412 og sýndi tíðnina 1.69 per 1000.13 Flestir líkamlegir áverkar voru metnir 12 Fjöldi heimsókna var 1454. 13 Erfitt er bera tölulega saman milli landa vegna ólíkra aðferða (EIGE) (2017).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=