Ofbeldi gegn börnum

21 BÖRN SEMBÚAVIÐ VANRÆKSLU OG OFBELDI Í þessum kafla er fjallað um algeng form illrar meðferðar á börnum og um áhrif og afleiðingar hennar. Í 5. kafla er fjallað sérstaklega um stafrænt ofbeldi. Einnig eru rædd þau merki sem starfsfólk skóla ætti að lesa í ef það grunar að barn eigi við slíkan vanda að etja. Kaflinn byrjar á stuttu yfirliti yfir rannsóknir á heimilisofbeldi, síðan er rætt um birtingarmyndir, áhrif á börn og algengustu form ofbeldis. Þá er fjallað um merki um að barna hafi orðið fyrir ofbeldi og loks um hvernig kennarar geta talað um efnið við börn. Merking orðsins „heimilisofbeldi“ ræðst af menningu, ólíkum kenningum og skýringum(GuðrúnKristinsdóttir, 2014). Heimilisofbeldi snýst í grundvallaratriðum um valdbeitingu, stjórnun og kúgun ofbeldismanns gagnvart sínum nánustu (Ingólfur V. Gíslason, 2008, Stark og Hester, 2019).11 Heimilisofbeldi er ekki einstakur atburður heldur ferli og í því felst kerfisbundin hegðun 11 Sjá kafla 1.1 um gerendur og þolendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=