19 Reykjavíkurborg starfar með Samtökunum ´78, að útgáfumálum.10 Borgin hefur gefið út gátlista fyrir skóla sem „vilja vera hinseginvænir“ eins og það er orðað. Spyrja má hvort allir skólar ættu ekki að vilja það? Á vef borgarinnar eru birtar upplýsingar og leiðbeiningar um stöðu, líðan og málefni hinsegin fólks, barna, ungmenna og fjölskyldna og niðurstöður kannana, m.a. um börn með ódæmigerð kyneinkenni og síðast enn ekki síst um skyldur skóla. Sjá vefslóðir í kafla 10. Síðan þessi handbók kom fyrst út árið 2014 hefur athygli beinst í auknummæli að kynvitund barna og umræða um samkynhneigð aukist. Hún snýr meðal annars að kynleiðréttingu barna. Þó að þau tilvik séu hlutfallslega fá, eða kannski einmitt þess vegna, snýr þetta að því að öll börn og allir einstaklingar sem koma að skólanum upplifi sig velkomna þar. Umræða um transbörn og meðal annars um skólagöngu þeirra er nýtt viðfangsefni fyrir kennara (Brill og Pepper, 2019; Rakel Guðmundsdóttir, 2019). Loks má benda á fordóma gegn feitum börnum en offita er alvarlegur heilsufarsvandi. Rannsókn landlæknis á viðhorfum og skoðunum fólks í tengslum við holdafar sýndi að þau hölluðust í átt að neikvæðum staðalmyndum um feitt fólk. Þannig taldi um helmingur þáttakenda að börnum væri almennt strítt, þau uppnefnd eða lögð í einelti vegna holdafars (Sigrún Daníelsdóttir og Stefán Hrafn Jónsson (2015). Í heimi þar sem fallegum en umfram allt grönnum líkömum er hampað á feitt fólk sér fáa málsvara. Það skiptir miklu máli að börn hafi jákvætt viðhorf til eigin líkama því að slæm líkamsmynd tengist vanda á borð við átraskanir, þunglyndi og félagsfælni. Hafa þarf í huga að skilaboð fjölmiðla, leikfanga og myndefnis ná til barna. Í skólastarfinu þarf að gæta varfærni í umfjöllun um næringu, útlit og vaxtarlag svo að hún ýti ekki undir fyrirliggjandi stimplun. Þetta má til dæmis gera með því að vinna skólaverkefni sem tengjast fjölbreyttum fyrirmyndum, sem auðvelt er að nálgast úr hinum stóra íþróttaheimi sem margar fjölskyldur hrærast í. Brynja Halldórsdóttir (2016) bendir á leiðir til að vinna með einstaklings- og kerfisbundna fordóma og öráreitni í skólastarfi, svo sem að auka samskipti við minnihlutahópa, að viðurkenna fleiri tungumál í skólastarfinu við hlið íslenskunnar, nýta verkefni úr fjölmenningarstefnu sveitarfélaga og auka samstarf við foreldra, sem eru tilbúnir að miðla úr fróðleiksbrunni sínum. Allt slíkt eykur þekkingu og skilning og dregur úr stöðluðum hugmyndum um framandleika. Börn mæta oft fordómum vegna fötlunar, samskipta- og hegðunarvanda, kynhneigðar eða annars, þessi börn þarfnast sérstakrar umhyggju 10 Sjá fræðsluefni Samtakanna ´78: Hinsegin frá A til Ö.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=