16 ekki en beinist fremur að ágöllum og skorti einstaklinga. Vænlegra sé að skoða styrkleika, úrræði og bjargir einstaklingsins. (Birna Svanbjörnsdóttir, o.fl. 2019; Hamre, 2016; Rieser, 2011.) Þrátt fyrir þessa varnagla nefnum við hópa barna sem þurfa stundum sérstaka athygli og umönnun. Ekki er þó um að ræða tæmandi umfjöllun. Algraigray og Boyle (2017) fóru yfir rannsóknir á hugtakinu „nemendur með sérþarfir“ út frá stimplunarkenningu. Þeir skoðuðu áhrifin af því að draga börn í dilka eftir menntun og framtíðarhorfum. Niðurstaðan var að neikvæðu áhrifin vægju þyngra en hin jákvæðu og mæla þeir með því að breyta þessari flokkun og draga úr skaðsemi hennar. Stefna um skóla án aðgreiningar, skóla margbreytileikans eða inngilding (e. inclusion) sem einnig er notað5 byggir á hugmyndum um félagslegt réttlæti, lýðræði, mannréttindi og fullri þátttöku allra (Ainscow, 2005; Florian, 2008). Lög kveða á um að nemendur eigi rétt á kennslu við sitt hæfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan (L.u. grunnskóla, 2008, 91). Kennarar þurfa að vera sérstaklega vakandi fyrir nemendum sem hafa verið greindir með hegðunar- og samskiptavanda. Þegar í leikskóla hafa mörg þeirra þurft að þola fjölda ósigra í samskiptum við önnur börn og fullorðna, þau eru oft vinafá og sjálfstraustið takmarkað. Sé kennarinn ekki stöðugt á verði geta nemendurnir skynjað neikvæð viðhorf og jafnvel túlkað þau sem samþykki fyrir höfnun. Þeir sem skera sig úr fjöldanum vegna uppruna síns, trúarbragða og/ eða tungumáls hafa þurft að mæta fordómum. Íslenskt skólasamfélag var löngum einsleitt. Nú hefur aukin hnattvæðing og fólksflutningar á milli landa leitt til meiri fjölbreytileika og innflytjendum fjölgað á undanförnum áratugum (Hermína Gunnþórsdóttir, o.fl. 2017; Hanna Ragnarsdóttir og Elsa S. Jónsdóttir, 2010). Í upphafi var nýjum nemendum stundum komið fyrir í sérdeildum sem sérhæfðu sig í að kenna þeim nýja málið og var þá stundum ekki hugað að félagslegri þátttöku barnanna. Hætt er við að sú aðgreining hafi ýtt undir staðalmyndir. Nú sýna rannsóknir að mörg ljón eru í veginum hvað fjölmenningarlega menntun varðar. Þannig sýndu rannsóknir Renötu Peskova Emilsson 5 Berglind Rós Magnúsdóttir hefur talað fyrir hugtakinu inngilding sem þýðingu á enska orðinu „inclusion“ um menntastefnu í skólasamfélaginu yfir það að einhver sé tekinn sem fullgildur meðlimur hópsins (Berglind Rós Magnúsdóttir. 2016).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=