Ofbeldi gegn börnum

15 Kumashiro undirstrikaði að nám og kennsla þarf að ná til allra aðila og allra þátta skólastarfsins. Þetta snýr að almennri aðstöðu og stjórnunarháttum, meðal annars að því að skapa öryggi í almennum rýmun og auk þess að skapa nemendum öruggt skjól eftir þörfum.4 Kumashiro varaði við ýmsum hættum en telur það skipta sköpum að nemendur hafi tækifæri til að átta sig á eigin afstöðu og jafnvel forréttindum. NEMENDUR SEM ÞARFNAST 2.2 SÉRSTAKRAR ATHYGLI Í SKÓLANUM Eins og fram kom eru alúð og umhyggja lykill að að árangri og vellíðan nemenda. Spurningin um árangur og vellíðan nemenda er þó víðfeðmari en svo og snýst ummannréttindi. Menntun semmannréttindi felur í sér rétt til að sækja sér menntun en einnig til að njóta hennar (Ólafur Páll Jónsson, 2016). Ýmsir búa við margþætta mismunun þegar fleiri þættir tvinnast saman, til dæmis kyn og fötlun, kynhneigð og þjóðerni, aldur og búseta (Aðalnámskrá, 2013). Varasamt getur verið að benda á að afmarkaðir hópar barna þarfnist athygli í skólastarfinu umfram aðra. Í því felst óréttmæt alhæfing því að innan hvers hóps eru ólíkir einstaklingar. Slíkar ábendingar gætu styrkt stimplun gagnvart tilteknum einstaklingum og beint athyglinni frá öðrum börnum sem þurfa á stuðningi að halda. Ríkjandi orðræða innan skóla og samfélags mótar okkur sem kennara og viðhorf okkar til barna. Í þessu sambandi er rétt að huga að áhrifum sjúkdómsvæðingar, að því hvað telst vera „hið fullkomna barn eða nemandi“ (Ólafur Páll Jónsson og Andrea Ósk Jónsdóttir, 2004). Hætt er við að allt sem telst víkja frá viðhorfum þar um sé sjúkdómsvætt, meðal annars vandi af tilfinningalegum, félagslegum eða námslegum toga sem sprettur því ekki af veikindum. Svo sem kunnugt er miðar flokkun og greining á vanda að því að viðurkenna sérstöðu fólks og finna hentuga meðferð eða úrræði. Andmælendur hvers kyns flokkana staldra í þessu samhengi við hugtakið „þarfir“ og segja þær byggja á orðræðu læknisfræðinnar um meðferð í þágu aðlögunar. Hún takist ekki á við spurninguna um hvað sé eðlilegt og hvað 4 Frekari heimildir tengdar þessu eru klassískar bækur Paulo Freire Pedagogy of the Oppressed (1970, 1993) og Bell Hooks Heart to Heart: Teaching with Love (2011).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=