Ofbeldi gegn börnum

14 í samhengi við kennslu í fötlunarfræðum. Samvinnunám nýtist við að auka meðvitund um og draga úr fordómum. Vinna gegn fordómum felst í því að styrkja umburðarlyndi gagnvart margbreytileika, auka menningarnæmi og koma til móts við fjölbreyttar þarfir. Hún felst líka í því að efla vináttu og jafnræðis- og réttlætisvitund, huga að áhrifum samkeppni og draga úr tækifærum til yfirráða einstakra nemenda eða hópa.2 Kennari hefur takmarkaða möguleika til að styrkja félagslega stöðu nemenda. Ef augljós merki eru um fátækt er leiðir til vanrækslu sem hefur áhrif á nám og líðan sinnir hann tilkynningaskyldu sinni3 og hvetur til úrlausna. Bent er á nokkrar hagnýtar aðferðir í kafla 10. Kennarar þurfa að standa vörð gegn staðalmyndum m.a. um kynferði, kynhneigð, atgervi og uppruna. Fordómar geta birtst í því að nemandi er endurtekið skilinn útundan, athugasemdir hans eru hunsaðar eða hæðst að þeim, litlar væntingar gerðar til hans um framfarir í námi, aðrir nemendur víkja sér undan vinnu með honum eða að sitja hjá honum. Margreyndur leikskólakennari sagði öðrum höfundanna þessa sögu: „Ég tók eftir því í nafnaleik að ekkert barnanna þekkti nafn einnar stúlkunnar í hópnum. Hún hafði þó verið á þessum leikskóla um skeið. Mér var brugðið við þetta og einsetti mér eftir þetta að veita hverju barni sérstaka athygli, helst daglega eða a.m.k. annan hvern dag.“ Kennari styrkir jákvæða sjálfsmynd nemenda og góðan námsárangur með því að veita þeim jákvæða athygli, viðurkenna styrkleika og fá þeim verkefni við hæfi. Með þessu stuðlar kennari að skólabrag sem einkennist af virðingu og jafnræði og er nemendum góð fyrirmynd. Vísa má til Kumashiro (2002) í tengslum við nám og kennslu gegn kúgun og undirokun (e. anti-opressive education). Í skrifum sínum setti hann fram eftirfarandi áherslur: • Um þá sem eru jaðarsettir, t.d. ætti kennari að spyrja [sig]: • hvernig gerist það og hverjir eru þetta? • um nám og kennslu í þágu þeirra einstaklinga, • um að stuðla að breytingum, • um nám sem er gagnrýnið á forréttindi og jöðrun, • um heildarsýn á skóla og samfélag. Öflugasta forvörn skóla gegn fordómum er efling jafnréttis og lýðræðisvitundar nemenda Samvinnunám stuðlar að félagslegri færni nemenda 2 Sjá Susan Gollifer og Anh-Dao Tran, 2012. 3 Sjá kafla 3.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=