Ofbeldi gegn börnum

13 til að tryggja eigin ímynd og stöðu. Með því að gera aðra tortryggilega upphefjum við okkur sjálf og réttlætum hegðun okkar. Sú stimplun sem af því leiðir hefur áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og hvernig aðrir í umhverfinu upplifa þá (Dóra Bjarnason og Grétar L. Marinósson, 2007). Það er mikilvægt að skólar séu á varðbergi gagnvart fordómum af öllum toga. SKÓLI GEGN FORDÓMUM 2.1 Fólk getur verið meira og minna meðvitað um eigin fordóma og staðalmyndir án þess að aðhyllast þær. Ýmsar athafnir bera eftir sem áður vott um fordóma fólks án þess að það geri sér endilega grein fyrir þeim. Slík hegðun hefur verið nefnd öráreitni (e. micro-aggressions), hún er oft skaðleg enda erfitt að festa hönd á henni (Brynja E. Halldórsdóttir, 2016).1 Ákvarðanir og ályktanir sem við drögum af fordómum geta haft alvarlegar afleiðingar. Þetta sýna rannsóknir á mismunun gegn gyðingum, blökkufólki, konum, samkynhneigðum, innflytjendum og fólki sem býr við fötlun og reyndar börnum. Það er mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk skóla geri sér grein fyrir þessu. „Við samvinnunám starfa nemendur í hópum og eru samábyrgir fyrir því að leysa viðfangsefni sín og geta í raun ekki lokið þeim nema allir leggi sinn skerf til vinnunnar. Þeir eru því í raun háðir vinnuframlagi hver annars rétt eins og gerist í daglegu lífi. Samvinnunám hefur ætíð félagsleg markmið ekki síður en fræðileg og fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að það skilar nemendum góðum árangri í námsgreinum og er […] vel fallið til að kenna nemendum ýmsa félagslega færni […]“ (Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson, 2000). Umfjöllun um samvinnunám og CLIM aðferðina, má finna á Skólastofan. is og á menntamidja.is. Markviss vinna námsfélaga getur einnig stuðlað að gagnkvæmu trausti og virðingu í nemendahópnum og þannig dregið úr fordómum. Námsfélagar eru sessunautar oftast í eina viku í senn og eru valdir af handahófi. Hlutverk þeirra er að ræða um námið og skipuleggja það saman. (Clarke, 2012). Áhugavert er að stuðningur jafningja er stundum svo virkur að ekki reynist alltaf þörf fyrir aðstoð kennara eins og Guðrún V. Stefánsdóttir og Kristín Björnsdóttir (2016) benda á Fordómar eru meginorsök ofbeldis Öflugasta vörn skólans gegn fordómum er efling jafnréttis og lýðræðisvitundar allra. Kennsluaðferðir þar sem lögð er áhersla á vel skipulagða samvinnu nemenda efla félagsþroska og hindra fordóma 1 Sjá nánar um ólíka flokka öráreitni hjá Brynju E. Halldórsdóttir, 2016.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=