Ofbeldi gegn börnum

12 FORDÓMAR Fordómar hafa verið ein meginorsök ofbeldis svo lengi semmenn muna. Þeir sem beita ofbeldi telja sig jafnan vera af réttum uppruna, með rétta trú, skoðanir, útlit, kynferði, kynhneigð eða vera af hærri stétt, svo að eitthvað sé nefnt. Hugtakið fordómar vísar í viðhorf og tilfinningar, jákvæðar eða neikvæðar, sem fólk hefur um einstaklinga í hópum sem þeir tilheyra ekki. Staðalmyndir eru yfirleitt skilgreindar sem hugmyndir fólks um ákveðinn hóp, til dæmis um útlit, hegðun eða færni. Fordómar og staðalmyndir ýta undir félagslega mismunun (Vescio og Weaver, 2017, Sigrún Daníelsdóttir og Stefán Hrafn Jónsson (2015). Fordómar beinast gegn einstaklingum, hópum, þjóðum eða þjóðarbrotum og fá stundum útrás í líkamlegu ofbeldi og manndrápum en einnig með skerðingu á mannréttindum, útilokun, fyrirlitningu og vanmati. Stjórnvöld styðja stundum fordóma. Óttinn við að tapa forréttindum liggur oft að baki fordómum og menn beina spjótum sínum að einstaklingum eða hópum sem þeir telja ógnandi. Það er jafnan nefnt jaðarsetning, sem vísar til þess að menn beita aðra útilokun eða kúgun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=