11 GERANDI OG ÞOLANDI 1.1 „Orðin „gerandi“ og „þolandi“ um ofbeldi í samskiptum fólks eru útbreidd en notkun þeirra hefur verið gagnrýnd. Þá er meðal annars átt við að þessi tvískipting gefi til kynna að annar aðilinn sé alltaf þolandi og hinn gerandi og að litið sé fram hjá samskiptaferlinu. Telja má að notkun orðsins „þolandi“ í þessu sambandi sé villandi og taki þá einstaklinga ekki til greina sem sýna styrk eða veita ofbeldinu viðnám. Í þeim skilningi séu orðin tvö of almenn. Með enska orðinu „survivor“ leggja femínistar áherslu á mótspyrnu, hin virku viðbrögð sem rannsóknir hafa sýnt að sumir „þolendur“ sýna í ofbeldisaðstæðum. Með enska orðalaginu „victim /survivor“ er reynt að sneiða hjá tvíhyggju í meðferð þessara hugtaka. Guðrún Kristinsdóttir, 2014). Gegnsærra er að nota „ofbeldismaður“ um fullorðið fólk sem beitir ofbeldi. Hvað börn varðar er rétt að beina athyglinni að hegðun og samskiptum og ræða um börn sem sýna ofbeldishegðun og börn sem verða fyrir ofbeldi. Það er farsælla að styðja barn, sem beitir ofbeldi, til að snúa hegðun sinni til betri vegar en að þvinga fram breytingar. Jafnframt er þá líklegra að foreldrar vilji vinna með skólanum að lausn málsins þar sem barni er ekki hafnað heldur óásættanlegri hegðun þess. Svipað er uppi á teningnum varðandi barnið sem fyrir ofbeldinu verður. Með því að vísa til barns sem þolanda er hætt við að því sé skipað í hlutverk fórnarlambs sem getur verið niðurlægjandi og unnið gegn valdeflingu þess. Lög og alþjóðasamningar eiga að tryggja velferð barna Orðin gerandi og þolandi geta verið villandi
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=